Innlent

Bein út­sending: Daði Már mælir fyrir fjár­lögum næsta árs

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár fyrr í þessari viku.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár fyrr í þessari viku. Vísir/Anton Brink

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra mælir í dag fyrir fjárlögum 2026 á Alþingi. Um er að ræða fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur og hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, boðaða „tiltekt og umbætur“ í fjárlögum næsta árs.

Fjármálaráðherra kynnti efni fjárlagafrumvarpsins á mánudaginn en í þeim er gert ráð fyrir fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Daði Már hefur sagt það vera helstu áhersla fjárlaganna að ná niður vöxtum og að ná verðbólgumarkmiði með hagræðingu. Því séu boðuð íhaldssöm fjárlög. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa hins vegar haft uppi gagnrýni þar sem meðal annars eru gerðar athugasemdir við skattahækkanir og aðhaldsleysi í ríkisútgjöldum.

Fjárlögin eru fyrsta mál ríkisstjórnarinnar á dagskrá 157. löggjafarþings Alþingis og hefst þingfundur klukkan 10:30. Fyrsta umræða um fjárlögin eina málið á dagskrá fundarins. 

Hægt verður að fylgjast með umræðunni í beinni útsendingu á Vísi í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×