„Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Árni Sæberg skrifar 11. september 2025 14:27 Kjartan Magnússon er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir nýjan árshlutareikning Reykjavíkurborgars sýna fram á að meirihlutinn hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2025 var lagður fram í borgarráði í dag. Þar kom meðal annars fram að rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá rekstur sem er fjármagnaður með skatttekjum, fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA), hafi sýnt jákvæða niðurstöðu um 3,3 milljarða króna. Eftir fjármagnsliði og afskriftir hafi afkoman verið neikvæð um 47 milljónir króna. Þá hafi rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta, verið jákvæð um 5,1 milljarða króna, sem sé 4,7 milljörðum betri niðurstaða en á sama tímabili árið 2024. Rekstrarniðurstaða hafi verið 1,6 milljarði króna betri en áætlað var. Ekkert lát á skuldasöfnun Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt árhlutareikningunum versni fjárhagsstaða borgarinnar enn. Ljóst sé að meirihluti borgarstjórnar hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. „Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að ekkert lát er á ábyrgðarlausri skuldasöfnun þrátt fyrir stórauknar tekjur. Borgin eyðir miklu fé um efni fram og með stórfelldri skuldasöfnun er reikningurinn sendur á komandi kynslóðir. Borgarsjóður var rekinn með 47 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun lakari niðurstaða en áformað var í fjárhagsáætlun ársins en samkvæmt henni átti reksturinn að skila 438 milljóna króna afgangi. Frávikið nemur 484 milljónum króna til hins verra.“ „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða fegrar rekstrarreikninginn Hvað 5,1 milljarðs afgangs af rekstri samstæðu borgarinnar varðar segir Kjartan að hann sé allur til kominn vegna matsbreytinga fjárfestingareigna, að lang mestu leyti Félagsbústaða hf. Matsbreyting eigna Félagsbústaða hafi numið 7,3 milljörðum króna á tímabilinu. „Slík matsbreyting er reiknuð stærð, sem skilar ekki raunverulegum tekjum til rekstrarins. Matshækkun félagslegra íbúða borgarinnar er færð sem hagnaður á rekstrarreikningi og er þar veigamikill þáttur vegna mikillar hækkunar á húsnæðisverði. Um er að ræða bókhaldslegan hagnað en ekki peningalegan og er umdeilt hvort rétt sé að færa slíkan froðuhagnað í rekstrarreikning. Slíkur ábati vegna hækkunar fasteignaverðs yrði ekki innleystur nema með sölu eigna, sem engin áform eru um. Þar sem ekki stendur til að selja félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkurborgar er orðið ,,fjárfestingareignir“ varla réttnefni yfir þær,“ segir Kjartan. Án umræddrar matsbreytingar fjárfestingareigna nemi tap samstæðu Reykjavíkurborgar 2.183 milljónum króna á tímabilinu. Skuldir aukast um tvo milljarða á mánuði Þá segir hann að þróun skulda Reykjavíkurborgar gefi að mörgu leyti skýrari mynd af rekstri hennar en sjálfur rekstrarreikningurinn. „Á einungis sex mánuðum, frá ársbyrjun til júníloka, hækkuðu skuldir borgarsjóðs um 12.567 milljónir króna eða um rúma tvo milljarða á mánuði. Námu skuldir borgarsjóðs 216.142 milljónum í lok tímabilsins. Skuldaaukningin nemur rúmum sex prósent á þessu sex mánaða tímabili.“ Samkvæmt gildandi eigi skuldir borgarsjóðs að hækka um 11.680 milljónir króna á árinu 2025 og nema 218.531 milljón í lok þess. Skuldir borgarsjóðs hafi þegar verið orðnar 216.142 milljónir eftir fyrstu sex mánuðina samkvæmt uppgjörinu. Þá hafi skuldir samstæðu Reykjavíkurborgar hækkað um tæpa tuttugu milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins og numið 544.653 milljónum króna hinn 30. júní síðastliðinn. Skuldaaukningin nemi 3,8 prósent á tímabilinu. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun eigi skuldir samstæðunnar að hækka um tæpa 32 milljarða króna samtals á árinu 2025 og nema 558.572 milljónum í lok þess. Ljóst sé að bróðurparturinn af þessari skuldaaukningu hafi raungerst á fyrri hluta ársins samkvæmt uppgjörinu. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til júní 2025 var lagður fram í borgarráði í dag. Þar kom meðal annars fram að rekstrarniðurstaða A-hluta, sem er sá rekstur sem er fjármagnaður með skatttekjum, fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA), hafi sýnt jákvæða niðurstöðu um 3,3 milljarða króna. Eftir fjármagnsliði og afskriftir hafi afkoman verið neikvæð um 47 milljónir króna. Þá hafi rekstrarniðurstaða samstæðunnar, A- og B-hluta, verið jákvæð um 5,1 milljarða króna, sem sé 4,7 milljörðum betri niðurstaða en á sama tímabili árið 2024. Rekstrarniðurstaða hafi verið 1,6 milljarði króna betri en áætlað var. Ekkert lát á skuldasöfnun Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt árhlutareikningunum versni fjárhagsstaða borgarinnar enn. Ljóst sé að meirihluti borgarstjórnar hafi enga stjórn á fjármálum borgarinnar. „Árshlutareikningurinn fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir að ekkert lát er á ábyrgðarlausri skuldasöfnun þrátt fyrir stórauknar tekjur. Borgin eyðir miklu fé um efni fram og með stórfelldri skuldasöfnun er reikningurinn sendur á komandi kynslóðir. Borgarsjóður var rekinn með 47 milljóna króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Er þetta mun lakari niðurstaða en áformað var í fjárhagsáætlun ársins en samkvæmt henni átti reksturinn að skila 438 milljóna króna afgangi. Frávikið nemur 484 milljónum króna til hins verra.“ „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða fegrar rekstrarreikninginn Hvað 5,1 milljarðs afgangs af rekstri samstæðu borgarinnar varðar segir Kjartan að hann sé allur til kominn vegna matsbreytinga fjárfestingareigna, að lang mestu leyti Félagsbústaða hf. Matsbreyting eigna Félagsbústaða hafi numið 7,3 milljörðum króna á tímabilinu. „Slík matsbreyting er reiknuð stærð, sem skilar ekki raunverulegum tekjum til rekstrarins. Matshækkun félagslegra íbúða borgarinnar er færð sem hagnaður á rekstrarreikningi og er þar veigamikill þáttur vegna mikillar hækkunar á húsnæðisverði. Um er að ræða bókhaldslegan hagnað en ekki peningalegan og er umdeilt hvort rétt sé að færa slíkan froðuhagnað í rekstrarreikning. Slíkur ábati vegna hækkunar fasteignaverðs yrði ekki innleystur nema með sölu eigna, sem engin áform eru um. Þar sem ekki stendur til að selja félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkurborgar er orðið ,,fjárfestingareignir“ varla réttnefni yfir þær,“ segir Kjartan. Án umræddrar matsbreytingar fjárfestingareigna nemi tap samstæðu Reykjavíkurborgar 2.183 milljónum króna á tímabilinu. Skuldir aukast um tvo milljarða á mánuði Þá segir hann að þróun skulda Reykjavíkurborgar gefi að mörgu leyti skýrari mynd af rekstri hennar en sjálfur rekstrarreikningurinn. „Á einungis sex mánuðum, frá ársbyrjun til júníloka, hækkuðu skuldir borgarsjóðs um 12.567 milljónir króna eða um rúma tvo milljarða á mánuði. Námu skuldir borgarsjóðs 216.142 milljónum í lok tímabilsins. Skuldaaukningin nemur rúmum sex prósent á þessu sex mánaða tímabili.“ Samkvæmt gildandi eigi skuldir borgarsjóðs að hækka um 11.680 milljónir króna á árinu 2025 og nema 218.531 milljón í lok þess. Skuldir borgarsjóðs hafi þegar verið orðnar 216.142 milljónir eftir fyrstu sex mánuðina samkvæmt uppgjörinu. Þá hafi skuldir samstæðu Reykjavíkurborgar hækkað um tæpa tuttugu milljarða króna fyrstu sex mánuði ársins og numið 544.653 milljónum króna hinn 30. júní síðastliðinn. Skuldaaukningin nemi 3,8 prósent á tímabilinu. Samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun eigi skuldir samstæðunnar að hækka um tæpa 32 milljarða króna samtals á árinu 2025 og nema 558.572 milljónum í lok þess. Ljóst sé að bróðurparturinn af þessari skuldaaukningu hafi raungerst á fyrri hluta ársins samkvæmt uppgjörinu.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira