Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:32 Myndin sem TV Guia setti á forsíðu gefur til kynna að samband Ruben Neves við ekkju Diogo Jota sé í raun ástarsamband. Svo er ekki en Neves var vinur Jota til margra ára. Samsett/Skjáskot TVG/Getty Fótboltamaðurinn Ruben Neves sendi frá sér harðorðan pistil vegna myndar sem portúgalska tímaritið TV Guia setti á forsíðu og þótti gefa í skyn að hann ætti í ástarsambandi við ekkju Diogo Jota, náins vinar hans til margra ára. Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“ Andlát Diogo Jota Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“
Andlát Diogo Jota Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira