Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:32 Myndin sem TV Guia setti á forsíðu gefur til kynna að samband Ruben Neves við ekkju Diogo Jota sé í raun ástarsamband. Svo er ekki en Neves var vinur Jota til margra ára. Samsett/Skjáskot TVG/Getty Fótboltamaðurinn Ruben Neves sendi frá sér harðorðan pistil vegna myndar sem portúgalska tímaritið TV Guia setti á forsíðu og þótti gefa í skyn að hann ætti í ástarsambandi við ekkju Diogo Jota, náins vinar hans til margra ára. Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“ Andlát Diogo Jota Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira
Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“
Andlát Diogo Jota Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Fleiri fréttir NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Sjá meira