Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 10:31 Alexander Isak hitar upp á hliðarlínunni í leik Svía gegn Slóvenum en hann kom ekkert við sögu í leiknum. Fara þarf sparlega með hann eftir langt hlé frá leikjum. Getty/Damjan Zibert Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er hæstánægður með hinn íslenskættaða Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfara Svía, sem hefur annars aðallega mátt þola gagnrýni og skammir eftir landsleikjahléið. Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Svíar hófu undankeppni HM í fótbolta með skelfilegum hætti. Þeir gerðu reyndar 2-2 jafntefli á útivelli gegn Slóveníu en töpuðu svo 2-0 á útivelli gegn Kósovó á mánudaginn. Mikið áfall varðandi HM-drauma Svía. Enda var það ekki frammistaða sænska landsliðsins sem Slot var svona ánægður með heldur það hve sparlega Tomasson fór með framherjann Alexander Isak sem varð dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann kom til Liverpool í byrjun mánaðarins. Isak lék aðeins átján mínútur gegn Kósovó eftir að hafa setið á bekknum allan tímann gegn Slóveníu. Hann lék ekkert með Newcastle í ágúst á meðan hann barðist fyrir því að verða seldur til Liverpool og hafði því ekki spilað leik síðan í maí, og tekið sárafáar liðsæfingar síðan þá. Slot fagnar ákvörðun Tomasson um að láta Isak spila svona lítið og segist sjálfur ætla að fara varlega með Isak sem gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool á sunnudaginn, gegn Burnley á útivelli. Liverpool á svo leik við Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn áður en við tekur grannaslagur við Everton 20. september. "The Swedish manager Jon Dahl Tomasson deserves a big big big compliment" 👏Arne Slot on if Alexander Isak is ready to make his Liverpool debut for Burnley, after playing with Sweden during the international break pic.twitter.com/XBlT795zjS— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 12, 2025 „Stjóri Svía, Jon Dahl Tomasson, á stórt, stórt hrós skilið því hann fékk í hópinn sinn einn albesta framherja heims og var að fara í tvo mjög mikilvæga landsleiki fyrir sína þjóð [innsk.: Tomasson er reyndar Dani og átti íslenskan langafa] en skilur að ef hann hefði látið hann spila tvisvar sinnum 90 mínútur þá hefði leikmaðurinn verið meiddur í nokkrar vikur,“ sagði Slot á blaðamannafundi. Ekki hægt að reikna með að Isak spili heila leiki á næstunni „Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjóra að hugsa svona um velferð leikmannsins. Hann á því skilið mikið hrós. Við munum fara svona með Alex líka. Ekki búast við að hann spili alla leiki í 90 mínútur. Það mun svo sannarlega ekki vera þannig á komandi vikum. Hann missti af almennilegu undirbúningstímabili, 3-4 mánuðum af liðsæfingum held ég. Núna þurfum við að byggja hann upp, þegar við erum að spila mikið af leikjum og lítið um æfingar. Það verður áskorun en við keyptum hann ekki bara fyrir næstu tvær vikur heldur fyrir sex ár,“ sagði Slot en svör hans má sjá hér að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira