Enski boltinn

Delap gæti verið frá fram í desem­ber

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liam Delap meiddist í 2-0 sigri Chelsea á Fulham 30. ágúst síðastliðinn.
Liam Delap meiddist í 2-0 sigri Chelsea á Fulham 30. ágúst síðastliðinn. epa/DAVID CLIFF

Löng bið gæti verið þar til Liam Delap spilar aftur fyrir Chelsea. Samkvæmt Enzo Maresca, knattspyrnustjóra liðsins, verður framherjinn frá keppni í 10-12 vikur.

Delap fór meiddur af velli snemma leiks gegn Fulham um þarsíðustu helgi og nú er ljóst að hann verður í versta falli frá fram í desember. Chelsea-menn vonast samt til að hann geti spilað með liðinu í nóvember þar sem hann þarf ekki að gangast undir aðgerð.

Vegna meiðsla Delaps kallaði Chelsea Marc Guiu til baka úr láni frá Sunderland. Hann mun væntanlega létta undir með Joao Pedro í framlínu Chelsea næstu vikurnar.

Delap skoraði tólf mörk fyrir Ipswich Town í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og í kjölfarið keypti Chelsea hann fyrir þrjátíu milljónir punda.

Chelsea mætir Brentford í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort Cole Palmer verði með liðinu í leiknum. Hann hefur glímt við meiðsli en tók þátt í æfingu Chelsea í gær. Maresca sagði að það kæmi í ljós eftir æfingu dagsins hvort Palmer gæti komið við sögu gegn Brentford.

Leikur Brentford og Chelsea hefst klukkan 19:00 á morgun og verður sýndur beint á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×