Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 13:03 Ben Proud vonast til að verða loðinn um lófana af þátttöku sinni á Steraleikunum. getty/Ian MacNicol Enski sundkappinn Ben Proud segir að fjárhagslegar ástæður spili inn í þá ákvörðun hans að keppa á Steraleikunum. Proud er heims- og Evrópumeistari í fimmtíu metra skriðsundi og vann til silfurverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Fyrr í vikunni var greint frá því að Proud væri fyrsti breski íþróttamaðurinn sem hefði ákveðið að keppa á Steraleikunum. Þar er keppendum heimilt að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Verðlaunaféð á Steraleikunum er umtalsvert meira en á hefðbundnum mótum og Proud segir það hafi hvatt hann til að breyta til. „Ég er þrítugur og hef verið að hugsa um að hætta í nokkur ár. Við íþróttamenn á Ólympíuleikum þénum ekki nógu mikið til að geta hætt og lifað á því og þess vegna er ég alltaf að leita að einhverju sem getur enst mér lengur,“ sagði Proud. Á HM í sundi 2022 var heildarverðlaunaféð 2,73 milljónir punda. Á Steraleikunum fá keppendur greitt fyrir að taka þátt og Proud fær milljón punda í sinn hlut ef hann slær heimsmetið í fimmtíu metra skriðsundi. „Það myndi taka mig þrettán heimsmeistaratitla til að græða jafn mikið og ég fæ fyrir að vinna eina keppni á þessum leikum,“ sagði Proud. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt á Steraleikunum, meðal annars af breska sundsambandinu. Verið að hafa vit fyrir okkur Steraleikarnir eru afar umdeildir en varað hefur verið við heilsufarsvandamálum sem gætu verið fylgifiskur notkunar ólöglegra efna. Frjálsíþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tekur undir þær áhyggjur en hann ræddi um Steraleikana í Bítinu á Bylgjunni. „Ástæðan fyrir því að dóp er almennt bannað er ekki bara að það bæti getuna heldur er líka verið að hafa vit fyrir mönnum. Lífeðlisfræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir sýna fram á það að steranotkun eykur til dæmis talsvert líkurnar á að þú deyir úr hjartaáfalli,“ sagði Sigurbjörn. „Þetta er bara eins og með öryggisbelti. Það er einhver sem ákveður það að fólk verði að vera með öryggisbelti og það er verið að hafa vit fyrir okkur til þess að ef við lendum í slysi séu minni líkur á að við deyjum. Þetta er eins með lyfin. Það er verið að passa að þú skaðir þig ekki.“ Fyrstu Steraleikarnir eiga að fara fram í Las Vegas 21.-24. maí á næsta ári. Sund Steraleikarnir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira
Proud er heims- og Evrópumeistari í fimmtíu metra skriðsundi og vann til silfurverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Fyrr í vikunni var greint frá því að Proud væri fyrsti breski íþróttamaðurinn sem hefði ákveðið að keppa á Steraleikunum. Þar er keppendum heimilt að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Verðlaunaféð á Steraleikunum er umtalsvert meira en á hefðbundnum mótum og Proud segir það hafi hvatt hann til að breyta til. „Ég er þrítugur og hef verið að hugsa um að hætta í nokkur ár. Við íþróttamenn á Ólympíuleikum þénum ekki nógu mikið til að geta hætt og lifað á því og þess vegna er ég alltaf að leita að einhverju sem getur enst mér lengur,“ sagði Proud. Á HM í sundi 2022 var heildarverðlaunaféð 2,73 milljónir punda. Á Steraleikunum fá keppendur greitt fyrir að taka þátt og Proud fær milljón punda í sinn hlut ef hann slær heimsmetið í fimmtíu metra skriðsundi. „Það myndi taka mig þrettán heimsmeistaratitla til að græða jafn mikið og ég fæ fyrir að vinna eina keppni á þessum leikum,“ sagði Proud. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt á Steraleikunum, meðal annars af breska sundsambandinu. Verið að hafa vit fyrir okkur Steraleikarnir eru afar umdeildir en varað hefur verið við heilsufarsvandamálum sem gætu verið fylgifiskur notkunar ólöglegra efna. Frjálsíþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tekur undir þær áhyggjur en hann ræddi um Steraleikana í Bítinu á Bylgjunni. „Ástæðan fyrir því að dóp er almennt bannað er ekki bara að það bæti getuna heldur er líka verið að hafa vit fyrir mönnum. Lífeðlisfræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir sýna fram á það að steranotkun eykur til dæmis talsvert líkurnar á að þú deyir úr hjartaáfalli,“ sagði Sigurbjörn. „Þetta er bara eins og með öryggisbelti. Það er einhver sem ákveður það að fólk verði að vera með öryggisbelti og það er verið að hafa vit fyrir okkur til þess að ef við lendum í slysi séu minni líkur á að við deyjum. Þetta er eins með lyfin. Það er verið að passa að þú skaðir þig ekki.“ Fyrstu Steraleikarnir eiga að fara fram í Las Vegas 21.-24. maí á næsta ári.
Sund Steraleikarnir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira