NATO eflir varnir í austri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. september 2025 18:08 Mark Rutte tilkynnti verkefnið fyrir blaðamönnum í Brussel. AP Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti á blaðamannafundi að Frakkland, Þýskaland og Danmörk myndu leggja orrustuþotur og annan búnað í púkk til að verja Pólland frá frekari rússneskum ögrunum. Verkefnið ber yfirskriftina Austurvörður (e. Eastern Sentry) og mun samkvæmt umfjöllun Guardian vaxa í umfangi til að spanna öll austanverð bandalagsmærin, frá heimskautinu til Miðjarðarhafsins. Með þessu á að tryggja að engin ógn stafi af rússneskum flygildaárásum. „Auk hefðbundnari hernaðaraðferðum mun þetta framtak miða sérstaklega að því að mæta þeim sértæku áskorunum sem stafa af flygildum,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins. Fyrr í vikunni rauf 21 rússnesk flygildi pólska lofthelgi. Fjögur þeirra voru skotin niður af herþotum Póllands og annarra bandalagsríkja. Rússar halda því fram að um tæknivillu hafi verið að ræða en aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki lagt mikinn trúnað á það. Viðbrögð Pólverja voru umfangsmikil. Herþotur tóku á loft ásamt þyrlum og Pólverjar boðuðu til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk þess að óska eftir því að fjórða grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins verði virkjuð, sem kveður á um skyldu bandalagsríkja til að veita ráðgjöf sé öðru ríki ógnað og þess óskað. NATO Pólland Úkraína Rússland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25 Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins tilkynnti á blaðamannafundi að Frakkland, Þýskaland og Danmörk myndu leggja orrustuþotur og annan búnað í púkk til að verja Pólland frá frekari rússneskum ögrunum. Verkefnið ber yfirskriftina Austurvörður (e. Eastern Sentry) og mun samkvæmt umfjöllun Guardian vaxa í umfangi til að spanna öll austanverð bandalagsmærin, frá heimskautinu til Miðjarðarhafsins. Með þessu á að tryggja að engin ógn stafi af rússneskum flygildaárásum. „Auk hefðbundnari hernaðaraðferðum mun þetta framtak miða sérstaklega að því að mæta þeim sértæku áskorunum sem stafa af flygildum,“ sagði Mark Rutte framkvæmdastjóri bandalagsins. Fyrr í vikunni rauf 21 rússnesk flygildi pólska lofthelgi. Fjögur þeirra voru skotin niður af herþotum Póllands og annarra bandalagsríkja. Rússar halda því fram að um tæknivillu hafi verið að ræða en aðildarþjóðir Atlantshafsbandalagsins hafa ekki lagt mikinn trúnað á það. Viðbrögð Pólverja voru umfangsmikil. Herþotur tóku á loft ásamt þyrlum og Pólverjar boðuðu til neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna auk þess að óska eftir því að fjórða grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins verði virkjuð, sem kveður á um skyldu bandalagsríkja til að veita ráðgjöf sé öðru ríki ógnað og þess óskað.
NATO Pólland Úkraína Rússland Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24 Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25 Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Forsætisráðherra Póllands segir að landið hafi ekki verið nær því að lenda í opnum stríðsátökum frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður þar í nótt. Rússar hafi farið yfir strikið. 10. september 2025 11:24
Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Utanríkisráðuneytið fylgist náið með stöðunni í Póllandi í kjölfar atburða næturinnar og hvetur Íslendinga í Póllandi sem kunni að þurfa á aðstoð að halda að samband við borgaraþjónustuna. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir gott að brugðist hafi verið við með valdi þegar rússneskir drónar voru skotnir niður í pólskri lofthelgi í nótt. 10. september 2025 12:25
Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Boðað verður til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að beiðni Pólverja, aðgerða Rússa innan pólskar lofthelgi. Enn stendur yfir rannsókn vegna rússnesku drónanna sem sendir voru inn fyrir pólska lofthelgi í fyrrinótt, en nokkrir þeirra voru skotnir niður. 11. september 2025 09:42