Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2025 09:36 Heimir Hallgrímsson verður áfram í starfi hjá Írlandi, að minnsta kosti næstu tvo mánuði. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson mun að minnsta kosti fá að starfa út samningstíma sinn, sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta, þó að undankeppni HM hafi farið afar illa af stað hjá liðinu. Pistlahöfundur Daily Star vill að „tannlæknirinn“ verði rekinn strax. Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Heimir hefur nú stýrt írska landsliðinu í rúmt ár og stóðu vonir til þess að hann gæti mögulega komið liðinu á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjum, Mexíkó og Kanada næsta sumar. Undankeppni HM er öll spiluð nú í haust og eftir tvo leiki af sex eru Írar aðeins með eitt stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli á heimavelli við Ungverja og töpuðu svo 2-1 á útivelli gegn Armeníu. Eftir þessi úrslit hefur, samkvæmt fótboltamiðlinum balls.ie, verið kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Heimir verði rekinn. Pistlahöfundur Daily Star, Eamon Dunphy, sem reyndar virðist hafa verið á móti ráðningu Heimis frá upphafi, skrifaði sömuleiðis pistil og sagði að búið væri að klúðra undankeppninni og að það væri tilgangslaust að halda Heimi í starfi lengur. Dunphy hvatti írska knattspyrnusambandið til að ráða þjálfara til bráðabirgða fyrir leikina fjóra sem eftir eru í undankeppninni, í október og nóvember, en formaður sambandsins, David Courell, hefur nú tekið af allan vafa og sagt að Heimir njóti fulls stuðnings. 'We're fully supportive of Heimir seeing out the campaign and after that we'll take stock'FAI chief executive David Courell tells @corkTOD that no decision will be made on Heimir Hallgrimsson's future until Ireland's World Cup campaign is over pic.twitter.com/qHiqZ6itQ3— RTÉ Sport (@RTEsport) September 12, 2025 „Þetta gekk ekki upp hjá okkur þetta kvöld en svona er fótbolti. Raunveruleikinn er sá að við höfum bara spilað tvo leiki af sex. Ég er ekki barnalegur og geri mér grein fyrir að þetta er orðin mjög brött brekka fyrir okkur en alveg eins og maður getur tapað einn daginn þá getur maður unnið þann næsta. Við eigum fjóra leiki eftir og Heimir hefur fullan stuðning til að klára þessa keppni. Við munum svo skoða málin að henni lokinni,“ sagði Courell. Hann staðfesti einnig að Heimir hefði fullan hug á að halda áfram út undankeppninni. Þeir hefðu rætt saman og verið sammála um að taka stöðuna þegar henni lýkur í nóvember. Samningur Heimis gildir út undankeppnina en gæti framlengst sjálfkrafa fram yfir HM næsta sumar ef Írar komast þangað, sem nú virðist ólíklegt. Það verður svo að koma í ljós hvort að Heimi verði treyst fyrir því verkefni að koma Írum á EM 2028, þegar mótið fer meðal annars fram á Írlandi.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti HM 2026 í fótbolta Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira