„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 12:01 Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir áhyggjuefni að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Vísir/Lýður Valberg Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“ Fangelsismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“
Fangelsismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira