Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2025 22:33 Ragnhildur Kristinsdóttir þurfti að sætta sig við annað sætið eftir súrt tap í bráðabana. Charles McQuillan/R&A/R&A via Getty Images Íslenski atvinnukylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir hafnaði í öðru sæti Hauts de France Pas de Calais Golf Open mótinu á LET Access mótaröðinni í dag. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara. Mótið var það þriðja síðasta á mótaröðinni í sumar. Með árangrinum fer Ragnhildur upp í fimmta sæti stigalistans og hefur svo gott sem tryggt sér sæti í sterkustu mótaröð Evrópu á næsta tímabili. Leikið var á Golf Saint Omer vellinum í dag, en völlurinn er par 72. Mikil rigning einkenndi mótið og var leik frestað á öllum keppnisdögum. Að lokum var hætt við síðasta hring mótsins, en aðstæður voru langt frá því að vera góðar. Þar sem Ragnhildur og Fernanda Lira voru jafnar í efsta sæti fyrir lokahringinn var ákveðið að leikinn yrði bráðabani um sigur í mótinu. Eftir að hafa leikið níundu holuna þrisvar sinnum hafði Lira loks betur og Ragnhildur endaði því önnur. Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Mótið var það þriðja síðasta á mótaröðinni í sumar. Með árangrinum fer Ragnhildur upp í fimmta sæti stigalistans og hefur svo gott sem tryggt sér sæti í sterkustu mótaröð Evrópu á næsta tímabili. Leikið var á Golf Saint Omer vellinum í dag, en völlurinn er par 72. Mikil rigning einkenndi mótið og var leik frestað á öllum keppnisdögum. Að lokum var hætt við síðasta hring mótsins, en aðstæður voru langt frá því að vera góðar. Þar sem Ragnhildur og Fernanda Lira voru jafnar í efsta sæti fyrir lokahringinn var ákveðið að leikinn yrði bráðabani um sigur í mótinu. Eftir að hafa leikið níundu holuna þrisvar sinnum hafði Lira loks betur og Ragnhildur endaði því önnur.
Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira