Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:46 Pep Guardiola og Ruben Amorim vonast báðir eftir að sjá lið sín hrökkva almennilega í gang í dag eftir slappa byrjun á tímabilinu. Getty/Mike Hewitt Í fyrsta sinn í fimm ár er Manchester United fyrir ofan Manchester City fyrir grannaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Rúben Amorim telur það hins vegar algjört grín að segja pressuna svipaða á sér og Pep Guardiola. Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira