Vill drónavarnir á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2025 21:00 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Lýður Valberg Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku. Aðfaranótt miðvikudags skaut pólski herinn niður rússneska dróna sem yfirvöld segja hafa sveimað inni í pólskri lofthelgi. Boðað var til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfarið, að beiðni Pólverja. Á föstudag tilkynnti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins að það hygðist efla varnir sínar í austurhluta Evrópu. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Rússar hafi aftur flogið inn í lofthelgi Atlantshafsbandalagsríkis, nú hjá Rúmeníu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir afar ólíklegt að þetta hafi verið óviljaverk. „Tilgangurinn er að kanna viðbrögð Atlantshafsbandalagsins. Ögra því jafnvel og kanna hversu langt þeir komast. Hvað þeir geta gert,“ segir Arnór. Arnór segir það þurfa að efla loftvarnir. „Það þarf einnig að kanna alvarlega hvort það sé ekki við hæfi að setja upp bannsvæði við flugi meðfram landamærum Úkraínu. Milli Póllands og Úkraínu og Rúmeníu og Úkraínu,“ segir Arnór. Þá þurfi íslensk stjórnvöld að skoða sínar varnir. „Þetta er nýr veruleiki í öllum vörnum landa. Eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að þróa getu og kunnáttu. Við þurfum að hafa búnað til að takast á við þessa vá. Eina leiðin til þess er, að mínu mati, að koma upp drónaloftvörnum. Sambærilegt því sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera við að eyða heimatilbúnum sprengjum. Af hverju komum við ekki upp deild drónavarna, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur?“ spyr Arnór. Rússland Öryggis- og varnarmál Rúmenía Pólland NATO Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Aðfaranótt miðvikudags skaut pólski herinn niður rússneska dróna sem yfirvöld segja hafa sveimað inni í pólskri lofthelgi. Boðað var til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfarið, að beiðni Pólverja. Á föstudag tilkynnti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins að það hygðist efla varnir sínar í austurhluta Evrópu. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Rússar hafi aftur flogið inn í lofthelgi Atlantshafsbandalagsríkis, nú hjá Rúmeníu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir afar ólíklegt að þetta hafi verið óviljaverk. „Tilgangurinn er að kanna viðbrögð Atlantshafsbandalagsins. Ögra því jafnvel og kanna hversu langt þeir komast. Hvað þeir geta gert,“ segir Arnór. Arnór segir það þurfa að efla loftvarnir. „Það þarf einnig að kanna alvarlega hvort það sé ekki við hæfi að setja upp bannsvæði við flugi meðfram landamærum Úkraínu. Milli Póllands og Úkraínu og Rúmeníu og Úkraínu,“ segir Arnór. Þá þurfi íslensk stjórnvöld að skoða sínar varnir. „Þetta er nýr veruleiki í öllum vörnum landa. Eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að þróa getu og kunnáttu. Við þurfum að hafa búnað til að takast á við þessa vá. Eina leiðin til þess er, að mínu mati, að koma upp drónaloftvörnum. Sambærilegt því sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera við að eyða heimatilbúnum sprengjum. Af hverju komum við ekki upp deild drónavarna, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur?“ spyr Arnór.
Rússland Öryggis- og varnarmál Rúmenía Pólland NATO Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira