Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. september 2025 20:29 Fannar Jónasson var andlit Grindavíkur í gegnum hamfarirnar. Vísir/Einar Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Fannar er landanum vel kunnur enda hefur hann ekki ósjaldan prýtt sjónvarps-, tölvu- og símaskjái undanfarin ár. Hann var einnig kjörinn maður ársins 2023 af lesendum Vísis. Hann verður 68 ára gamall þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga í vetur og segir það góðan tímapunkt til að segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Þessu greinir hann frá í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Fannar er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Hellu þar sem hann bjó lengst af. Hann sótti um starf bæjarstjóra í Grindavík eftir að Hrafnhildur eiginkona hans sá það auglýst. Í kjölfarið settist fjölskyldan að í bænum. Hann var síðan endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018. Eðlilega var stórum hluta viðtalsins varið í að ræða jarðhræringarnar. Í viðtalinu rifjaði hann upp atburðarásina daginn örlagaríka 10. nóvember þegar Grindavík var fyrst rýmd. „Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur,“ segir hann. Fannar segir miklar áskoranir framundan fyrir arftaka sinn og bæjrastjórn að endurreisa Grindavík. „Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar í samtali við Víkurfréttir. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira
Fannar er landanum vel kunnur enda hefur hann ekki ósjaldan prýtt sjónvarps-, tölvu- og símaskjái undanfarin ár. Hann var einnig kjörinn maður ársins 2023 af lesendum Vísis. Hann verður 68 ára gamall þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga í vetur og segir það góðan tímapunkt til að segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Þessu greinir hann frá í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Fannar er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Hellu þar sem hann bjó lengst af. Hann sótti um starf bæjarstjóra í Grindavík eftir að Hrafnhildur eiginkona hans sá það auglýst. Í kjölfarið settist fjölskyldan að í bænum. Hann var síðan endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018. Eðlilega var stórum hluta viðtalsins varið í að ræða jarðhræringarnar. Í viðtalinu rifjaði hann upp atburðarásina daginn örlagaríka 10. nóvember þegar Grindavík var fyrst rýmd. „Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur,“ segir hann. Fannar segir miklar áskoranir framundan fyrir arftaka sinn og bæjrastjórn að endurreisa Grindavík. „Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar í samtali við Víkurfréttir.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira