„Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. september 2025 23:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. vísir/ívar Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“ Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira
Fannar Jónasson hefur gegnt störfum bæjarstjóra Grindavíkur frá ársbyrjun 2017. Hann hefur því leitt bæjarfélagið á einhverjum mestu óvissu- og erfiðleikatímum þess vegna eldgosa og jarðhræringa. Þakklátur að hafa tekist á við stórt verkefni Nú hefur hann ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðunin tengist þó ekki erfiðleikum síðustu ára. Hann sé nú 68 ára og tímabært að hleypa öðrum að. „Fyrirsjáanlegur líftími sveitarstjórnarmanna eru fjögur ár, eitt kjörtímabil og það er svolítið langur tími. Ég er ekki hættur og ekki af baki dottinn. Það er ekki kosið fyrr en næsta sumar. Kannski var þetta svolítið snemmbúin frétt.“ Síðustu ár hafi verið mun viðburðaríkari en hann átti von á árið 2017. „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni en maður verður bara að takast á við það sem að höndum ber. Ég er vissulega þakklátur að hafa fengið að takast á við þetta verkefni.“ Horfði á strauminn nálgast hús sitt Ýmislegt muni sitja með honum um ókomna tíð. „Það mun ekki gleymast hjá neinum Grindvíkingi sem var í bænum, dagurinn 10. nóvember 2023. Þetta var ótrúlegur dagur og öll eftirmálin eftir þann dag.“ Að auki megi nefna þegar að sprunga opnaðist fyrir innan varnarvegginn 14. janúar 2024. Fannar var í sérstökum hádegisfréttatíma Sýnar þegar að hraunstraumurinn rann í átt að byggð fyrir innan varnarveggina í fyrsta sinn. „Þetta var mjög sérstakt og erfitt að horfa upp á það að straumurinn var að nálgast húsið sem við hjónin bjuggum í. En það slapp nú alveg.“ Ýmislegt setið á hakanum Hann kveðst jákvæður fyrir komandi tímum. „Það er ýmislegt sem hefur kannski setið á hakanum. Hvað varðar fjölskylduna og fleira. Það er ýmislegt sem er í bígerð og ég hlakka bara til að takast á við það.“ Mun þetta þýða að þú kveður Grindavík fyrir fullt og allt eða sérðu fyrir þér að flytja aftur þangað þegar að endurreisn bæjarfélagsins er komin vel á veg? „Það er aldrei að vita. Ég á bæði marga góða vini og félaga og samstarfsmenn í Grindavík sem ég mun sakna mjög mikið og vonast til að halda tengslum við sem allra flesta í framtíðinni.“ Grindavík losnar ekkert við þig þrátt fyrir þetta? „Nei ég held kannski ekki.“
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Sjá meira