Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. september 2025 22:01 Pétur Gautur listmálari er landsmönnum mörgum vel kunnugur. vísir/ívar Þrisvar hefur verið brotist inn hjá landsþekktum myndlistarmanni sem segir að nú sé endanlega búið að spilla vinnurýminu fyrir honum. Í hvert skipti voru listaverk hans látin vera og segir hann liggja við að hann taki því persónulega. Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og eiginkona hans héldu upp á 27 ára brúðkaupsafmæli um helgina og stefndu á að enda kvöldið á vinnustofu Péturs við Snorrabraut. Þau voru því búin að fylla ísskápinn af bjór en enduðu að lokum kvöldið annars staðar. Þegar Pétur sneri svo aftur á vinnustofuna í gær var allt á rú og stú. Búið að taka gítar, fartölvu og stærðarinnar hátalara og þá var bjórinn á bak og burt. „Hvað gerðist hér??“ Pétur lýsti aðkomunni á vinnustofuna fyrir fréttastofu: „Lyklaboxið var opið. Það var búið að spenna það upp eða einhver sem vissi númerið. Hér var allt út um allt. Búið að sparka hundamatnum um allt gólf og það hefur bara gerst því þeir voru að flýta sér og voru að hlaupa. Síðan fórum við bara að sjá að þetta vantar, þetta vantar og hvað gerðist hér??“ Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Hann biðlar til fólks sem kann að sjá muni hans til sölu á netinu eða annars staðar að hafa samband við lögreglu. Tjónið nemi allt að einni milljón. „Mig langar ekkert að mála hér framar“ Verkin allt um kring hlaupi þó á nokkrum milljónum. „En það voru engin málverk tekin. Sko þetta er þriðja innbrotið sem ég verð fyrir. Tvö hér og eitt uppi í sumarbústað. Málverkin mín eru alltaf látin í friði. Þetta er kannski smá yfirlýsing (e. statement). Kannski er þetta alltaf sami maðurinn ég veit það ekki.“ Kannski er þetta ásett ráð hjá honum að auðmýkja þig? „Já ég held það en það er bara frábært að málverkin skuli látin í friði.“ https://www.visir.is/g/20222300060d/romantiskur-sumarbustadur-peturs-gauts-og-berglindar Hann sé ekki tryggður og ætli ekki að treysta á lyklabox aftur. „Nú er bara lykillinn í buxnavasanum. Nú er ekkert lyklabox. Nú fara myndavélakerfi hérna út um allt og í sumarbústaðnum líka. Það fer ekki mýfluga hérna inn nema við vitum af því. Mín fyrsta tilfinning var eins og þegar það var ráðist inn í sumarbústaðinn okkar og konan mín sagði ég vil aldrei koma hingað framar. Það var dálítið svoleiðis í gær. Mig langar ekkert að mála hér framar.“ Myndlist Reykjavík Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur og eiginkona hans héldu upp á 27 ára brúðkaupsafmæli um helgina og stefndu á að enda kvöldið á vinnustofu Péturs við Snorrabraut. Þau voru því búin að fylla ísskápinn af bjór en enduðu að lokum kvöldið annars staðar. Þegar Pétur sneri svo aftur á vinnustofuna í gær var allt á rú og stú. Búið að taka gítar, fartölvu og stærðarinnar hátalara og þá var bjórinn á bak og burt. „Hvað gerðist hér??“ Pétur lýsti aðkomunni á vinnustofuna fyrir fréttastofu: „Lyklaboxið var opið. Það var búið að spenna það upp eða einhver sem vissi númerið. Hér var allt út um allt. Búið að sparka hundamatnum um allt gólf og það hefur bara gerst því þeir voru að flýta sér og voru að hlaupa. Síðan fórum við bara að sjá að þetta vantar, þetta vantar og hvað gerðist hér??“ Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Hann biðlar til fólks sem kann að sjá muni hans til sölu á netinu eða annars staðar að hafa samband við lögreglu. Tjónið nemi allt að einni milljón. „Mig langar ekkert að mála hér framar“ Verkin allt um kring hlaupi þó á nokkrum milljónum. „En það voru engin málverk tekin. Sko þetta er þriðja innbrotið sem ég verð fyrir. Tvö hér og eitt uppi í sumarbústað. Málverkin mín eru alltaf látin í friði. Þetta er kannski smá yfirlýsing (e. statement). Kannski er þetta alltaf sami maðurinn ég veit það ekki.“ Kannski er þetta ásett ráð hjá honum að auðmýkja þig? „Já ég held það en það er bara frábært að málverkin skuli látin í friði.“ https://www.visir.is/g/20222300060d/romantiskur-sumarbustadur-peturs-gauts-og-berglindar Hann sé ekki tryggður og ætli ekki að treysta á lyklabox aftur. „Nú er bara lykillinn í buxnavasanum. Nú er ekkert lyklabox. Nú fara myndavélakerfi hérna út um allt og í sumarbústaðnum líka. Það fer ekki mýfluga hérna inn nema við vitum af því. Mín fyrsta tilfinning var eins og þegar það var ráðist inn í sumarbústaðinn okkar og konan mín sagði ég vil aldrei koma hingað framar. Það var dálítið svoleiðis í gær. Mig langar ekkert að mála hér framar.“
Myndlist Reykjavík Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira