Sport

Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jared Gordon keppti með hnéhlíf eftir að ekið var á hann daginn fyrir bardagann við Rafa García.
Jared Gordon keppti með hnéhlíf eftir að ekið var á hann daginn fyrir bardagann við Rafa García. getty/Cooper Neill

Bandaríkjamaðurinn Jared Gordon fékk ekki æskilegan undirbúning fyrir bardagann gegn Rafa García. Daginn áður varð hann nefnilega fyrir bíl.

Gordon tapaði bardaganum á laugardaginn og eftir hann viðurkenndi hann að það hefði ef til vill ekki verið góð hugmynd að keppa. Á föstudaginn var keyrt á hann.

Tveimur klukkutímum eftir vigtun stóð Gordon úti á götu þegar hann varð fyrir bílnum. Ekið var yfir á hægri fótinn á honum með þeim afleiðingum að Gordon tognaði á liðböndum.

„Ég hugsaði um að hætta við en ákvað að gera það ekki. Var það röng ákvörðun? Kannski. Eftir góðar æfingabúðir vildi ég ekki hætta við. Svona er þetta. Ég held áfram. Ég bið alla aðdáendur mína afsökunar á frammistöðunni,“ sagði Gordon.

Hinn 37 ára Gordon hefur keppt sautján sinnum síðan hann þreytti frumraun sína í UFC 2017 og unnið níu bardaga.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×