Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 16. september 2025 12:03 Dómsmálaráðherra segist styðja aðgerðir lögreglu gegn Hell's Angels um helgina. Vísir/Sigurjón Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir það staðreynd að Europol skilgreinir Hell‘s Angels sem skipulögð glæpasamtök og hún styðji því og skilji aðgerðir lögreglunnar í gleðskapi samtakanna um helgina. Fréttamaður ræddi við Þorbjörgu Sigríði að loknum ríkisstjórnarfundi. Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Þorbjörg bendir í þessu samhengi á reynslu landa í kringum okkur, Svíþjóð og Danmörku sem dæmi, og sé horft til þeirra gefi það fulla ástæðu til að hafa varann á. Um helgina hafi ástæður verið til viðbragða og það hafi verið skynsamlegt og í samræmi við aðstæður. „Það er sérstaklega fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þessi orð eru ekki upp á punt. Ég sem dómsmálaráðherra er algjörlega markviss í því að við erum að taka ákveðin skref, við erum að taka markviss skref og við ætlum okkur að hafa yfirhöndina þegar við erum að tala um skipulagða glæpahópa. Það er ekki flóknara en svo.“ Spurð hvort hún sé þetta ein af stærstu ógnunum sem steðji að Íslandi segir hún stjórnvöld vera að horfa á öryggi og varnir og landamæri og í samhengi við afbrot sé stríðið við skipulagða glæpahópa eitt stærsta varnarmálið. Spurð um það að Albanir sem tilheyri slíkum glæpahópum komi til landsins á grískum vegabréfum segist Þorbjörg aðeins getað talað almennt um þessi mál. Hún segir stjórnvöld markviss í aðgerðum sínum um landamæri og þau hafi eflt löggæslu á Suðurnesjum í því samhengi. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir koma hingað til lands og hafa yfirsýn yfir það og auðvitað eru skilríki algjört lykilatriði í þeim efnum.“ Varðandi það að heimilt verði að vísa erlendum síbrotamönnum úr landi segist hún eiga í reglulegum samtölum við lögreglustjóra víða um land og það sé með mikilli blessun hennar að þetta verði gert. Hún segir lögreglu vinna sína vinnu vel og það sé fjallað um þetta í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar. „Við viljum fara hart, við viljum fara fast í skipulagða glæpi. Lögregla er að vinna í samræmi við stefnu stjórnvalda og er að vinna gott og mikið starf á hverjum degi og það ratar ekki allt í fjölmiðla.“ Brottvísanir síbrotamanna sendi skýr skilaboð Þorbjörg segir að með því að gera þessar brottvísanir mögulegar sé hægt að létta á réttarvörslu- og fangelsiskerfinu. Á sama tíma sendi þetta líka skilaboð. „Um að við ætlum ekki að láta Ísland vera veikan hlekk hvað varðar skipulögð brot. Þegar að menn finna að viðbragðið er til staðar hefur það líka áhrif á það hverjir sækjast eftir því að koma hingað til lands, og það er auðvitað tilgangurinn.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira