Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Agnar Már Másson skrifar 16. september 2025 17:30 Sanna Magdalena Mörtudóttir segir hvorki af né á um mögulegt framboð sitt fyrir Sósíalistaflokkinn til borgarstjórnar næsta vor. Vísir/Lýður Valberg Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum. Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Formaður stjórnarinnar segir hana ekki sýna nokkurn áhuga á að vinna með flokknum. Borgarfulltrúinn sagði sig frá trúnaðarstörfum innan flokksins eftir að hallarbylting var gerð á aðalfundi flokksins. Framkvæmdastjórnin segir í ályktun að Sanna hafi ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum frá því að ný stjórn tók við. Oddvitinn eigi að „koma hreint og heiðarlega fram“ Sæþór Benjamín Randalsson, formaður framkvæmdastjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að stjórnin hafi frá fyrsta degi óskað eftir því að vinna með Sönnu. „En hún hefur ekki verið til í að hitta okkur, vinna með okkur eða upplýsa okkur hvað er í gangi í borginni,“ segir Sæþór, sem vísar svo til þess að hún tali nú um sig sem „sósíalískan borgarfulltrúa“ frekar en borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. Í ályktun sem samþykkt var af framkvæmdastjórn flokksins í dag segir að vegna ummæla oddvitans í frétt Rúv í gær um að bjóða sig mögulega fram í öðrum flokki hvetji framkvæmdastjórn hana til að „koma hreint og heiðarlega fram“ og segja sig úr flokknum. „Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnarinnar. Sæþór Benjamín segir mikilvægt að efla innra starf flokksins. Ný forysta hafi nú það verkefni að sannfæra almenning um að þeim sé treystandi fyrir flokknum. Bylgjan Enn fremur lýsir framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands furðu á ummælum borgarfulltrúans á RÚV um að það sé „ekkert launungarmál“ að ný stjórn Sósíalistaflokksins, sem tók við á aðalfundi í vor eftir dramatíska hallarbyltingu, „hafi ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum.“ Framkvæmdastjórnin vísar þessum ummælum á bug og segist hafa þvert á móti ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. „Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi,“ segir í ályktun. „Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.“ Sanna skrifar á Facebook að hún hafi fyrst heyrt af þessari áskorun á vef Rúv, sem greindi fyrst frá. „Ég hef allavegana ekki fengið tölvupóst, símtal, né sms með þessari áskorun framkvæmdastjórnar,“ skrifar hún í ummæli á Rauða þræðinum, umræðuvettvangi sósíalista á Facebook.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira