„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 19:22 Navi Pillay er suðurafrískur mannréttindalögfræðingur. Hún gegndi áður embætti mannréttindast´jora Sameinuðu þjóðanna. Hún er formaður rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Cem Ozdel/Anadolu Agency/Getty Images Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsríki fremja þjóðarmorð á Gaza. Í skýrslu reynir hún að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. Í nótt hóf Ísraelski herinn stórsókn á Gazaborg sem hann hyggst hernema. Utanríkisráðherra segir framferðið hreinlega galið. Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“ Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Í nýrri skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna er fullyrt að Ísraelsríki sé að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þetta er í fyrsta sinn sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir Ísrael fremja þjóðarmorð. Navi Pillay er formaður rannsóknarnefndarinnar. „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna á Gaza. Nefndin flokkar þetta sem þjóðarmorð.“ Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki hefði orðið uppvíst að háttsemi sem lýst er sem hópmorði í fjórum af fimm ákvæðum alþjóðalaga; að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum. Rannsóknarnefndin reyndi að höfða til ábyrgðarkenndar bandalagsríkja Ísraels. „Við leggjum til að öll aðildarríkin, sérstaklega þau sem hafa áhrif á Ísrael, stuðli að því að drápum og limlestingum á óbreyttum borgurum á Gaza verði hætt þegar í stað.“ Í nótt hófst stórsókn ísraelska hersins í Gazaborg og hernámið er að fullu hafið. Hátt í sjötíu eru sagðir hafa látist í árásunum í dag. Samira Issa, íbúi Gazaborgar, ræddi við fréttamann en hún er ein af þeim fjölmörgu Palestínumönnum sem er á vergangi, niðurbrotin og aðframkomin. „Ég grátbið alla heimsbyggðina; Arabaríkin, konunga og forseta um að standa með okkur og bjarga okkur. Við erum þreytt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fordæmir framgöngu Ísraelshers. „Þetta er náttúrulega galið framferði Ísraelshers. Síðustu fréttir frá því í morgun hvernig þeir eru byrjaðir líklega að hreinsa allt út á Gaza. Þetta fordæmum við Íslendingar harðlega.“ Í ríkisstjórn Ísraelsríkis séu síbrotamenn mannúðar-og alþjóðalaga. „Þetta er bara þyngra en tárum taki og það versta í þessu er að þær þjóðir sem raunverulega hafa tak á Ísraelum eru ekki að beita sér nóg.“
Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56 Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. 16. september 2025 15:56
Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum. 16. september 2025 12:08