Fótbolti

Magnaður viðsnúningur hjá Aserum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Qarabag sótti sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.
Qarabag sótti sigur eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Gualter Fatia/Getty Images

Qarabag sótti frábæran 3-2 útisigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Benfica í Portúgal.

Heimamenn tóku tveggja marka forystu eftir rétt rúman stundarfjórðung og útlitið var orðið svart fyrir gestina frá Aserbaísjan.

Þeir gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn fyrir hálfleik, jöfnuðu svo strax í upphafi seinni hálfleiks og úr varð æsispennandi barátta.

Benfica var í vægu áfalli eftir að leikurinn varð jafn, en tókst að hrista það af sér og gera leikinn spennandi.

Bæði lið hefði getað sett sigurmarkið en á endanum voru það gestirnir sem skoruðu og fögnuðu sínum fyrsta Meistaradeildarsigri.

Qarabag samanstendur að miklu leiti af landsliðsmönnum Aserbaisján, sem eru greinilega ekki alveg brotnir eftir fimm marka tapið á Laugardalsvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×