Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2025 09:00 Breiðablik jafnaði undir lokin gegn ÍBV en langt er síðan liðið vann leik í Bestu deild karla. vísir/diego Ástandið hjá Breiðabliki var til umræðu í síðasta þætti Stúkunnar. Íslandsmeistararnir hafa ekki unnið í sjö leikjum í Bestu deild karla í röð. Á mánudaginn gerði Breiðablik 1-1 jafntefli við ÍBV á Kópavogsvelli í 22. umferð Bestu deildarinnar. Liðið fékk aðeins tólf stig í seinni umferðinni og er átta stigum á eftir toppliði Víkings. „Það tikkar ekki allt þarna. Mér finnst vanta grimmd. Þeir fara ekki í annan bolta. Auðvitað eru þeir góðir þegar þeir eru með boltann og byrja sitt spil og annað slíkt. En Eyjamenn komust alltaf bak við boltann og stór hluti af sóknartilburðum Blika er þegar Eyjamenn eru allir komnir bak við boltann,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um stöðu Breiðabliks í Stúkunni. „Þeir eru í einhverjum hjólförum og ná sér ekki upp úr því. Þeir hafa ekki unnið sjö leiki í röð í deildinni. Það eru þrjú sæti sem gefa Evrópusæti og núna eru sex stig upp í mögulegt Evrópusæti og fimmtán stig í pottinum.“ Klippa: Stúkan - umræða um stöðu Breiðabliks Hefur svo sannarlega ekki gerst Baldur Sigurðsson hefur enga trú á því að Breiðablik nái Evrópusæti. „Alls ekki. Þeir hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 19. júlí, frá því Evrópukeppnin byrjaði hafa þeir ekki unnið leik. Maður ræðir fótbolta alls staðar og hefur alltaf sagt að þeir komist inn í þessa riðlakeppni og þá geta þeir andað léttar, hrökkvi í gang og komi sér að fullu inn í toppbaráttuna en það hefur svo sannarlega ekki gerst,“ sagði Baldur. Hann segir erfitt að festa fingur á það hvað hefur farið úrskeiðis hjá Blikum í sumar en augljósa svarið væri varnarleikurinn. Hvert er hlutverk Alfreðs? Sigurbjörn sér ekki marga ljósa punkta hjá Breiðabliki og finnst umræðan í kringum liðið neikvæð. „Mér finnst áran yfir Breiðabliki ekki góð. Nú eru þeir að röfla yfir því að það var framlengt við Dóra [Halldór Árnason, þjálfara] og helmingurinn í stjórn hafi ekki vitað það,“ sagði Sigurbjörn og strákarnir ræddu svo hlutverk Alfreðs Finnbogasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki. „Maður áttar sig ekki á því. Er þetta uppbyggingarhlutverk eða hvað?“ sagði Baldur. Breiðablik er í 4. sæti Bestu deildarinnar fyrir síðustu fimm leiki tímabilsins. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01 Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Á mánudaginn gerði Breiðablik 1-1 jafntefli við ÍBV á Kópavogsvelli í 22. umferð Bestu deildarinnar. Liðið fékk aðeins tólf stig í seinni umferðinni og er átta stigum á eftir toppliði Víkings. „Það tikkar ekki allt þarna. Mér finnst vanta grimmd. Þeir fara ekki í annan bolta. Auðvitað eru þeir góðir þegar þeir eru með boltann og byrja sitt spil og annað slíkt. En Eyjamenn komust alltaf bak við boltann og stór hluti af sóknartilburðum Blika er þegar Eyjamenn eru allir komnir bak við boltann,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um stöðu Breiðabliks í Stúkunni. „Þeir eru í einhverjum hjólförum og ná sér ekki upp úr því. Þeir hafa ekki unnið sjö leiki í röð í deildinni. Það eru þrjú sæti sem gefa Evrópusæti og núna eru sex stig upp í mögulegt Evrópusæti og fimmtán stig í pottinum.“ Klippa: Stúkan - umræða um stöðu Breiðabliks Hefur svo sannarlega ekki gerst Baldur Sigurðsson hefur enga trú á því að Breiðablik nái Evrópusæti. „Alls ekki. Þeir hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 19. júlí, frá því Evrópukeppnin byrjaði hafa þeir ekki unnið leik. Maður ræðir fótbolta alls staðar og hefur alltaf sagt að þeir komist inn í þessa riðlakeppni og þá geta þeir andað léttar, hrökkvi í gang og komi sér að fullu inn í toppbaráttuna en það hefur svo sannarlega ekki gerst,“ sagði Baldur. Hann segir erfitt að festa fingur á það hvað hefur farið úrskeiðis hjá Blikum í sumar en augljósa svarið væri varnarleikurinn. Hvert er hlutverk Alfreðs? Sigurbjörn sér ekki marga ljósa punkta hjá Breiðabliki og finnst umræðan í kringum liðið neikvæð. „Mér finnst áran yfir Breiðabliki ekki góð. Nú eru þeir að röfla yfir því að það var framlengt við Dóra [Halldór Árnason, þjálfara] og helmingurinn í stjórn hafi ekki vitað það,“ sagði Sigurbjörn og strákarnir ræddu svo hlutverk Alfreðs Finnbogasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki. „Maður áttar sig ekki á því. Er þetta uppbyggingarhlutverk eða hvað?“ sagði Baldur. Breiðablik er í 4. sæti Bestu deildarinnar fyrir síðustu fimm leiki tímabilsins. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01 Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson, gagnrýndu upplegg KR í leiknum gegn Víkingi sem tapaðist, 0-7. Þeir segja að leikmenn liðsins séu settir í erfiða stöðu. 16. september 2025 09:01
Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Breiðablik og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. Eyjamenn misstu þar með af sæti í efri hlutanum á markatölu. Stigið færir Breiðablik nær næstu liðum, núna sex stigum frá Stjörnunni og Víkingi. 15. september 2025 17:17