Enski boltinn

Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættu­legt?“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Már Eggertsson, Nabblinn, hefur slegið í gegn í Doc Zone.
Andri Már Eggertsson, Nabblinn, hefur slegið í gegn í Doc Zone. sýn sport

Hjörvar Hafliðason og félagar hans í DocZone hafa farið á kostum í fyrstu fjórum umferðum ensku úrvalsdeildarinnar.

DocZone hóf göngu sína síðasta vetur en færði sig svo yfir til Sýnar fyrir þetta tímabil.

Í þættinum fylgjast Hjörvar og góðir gestir samtímis með öllum leikjunum í ensku úrvalsdeildinni sem hefjast um miðjan daginn og flakka á milli valla. Varla er dauð stund í DocZone en strákarnir fylgjast einnig með öðrum deildum og jafnvel öðrum íþróttum.

Klippa: DocZone - brot af því besta

Andri Már Eggertsson, Nabblinn, hefur líka verið gerður út af örkinni og hann átti meðal annars eftirminnilegar innkomur í DocZone á Menningarnótt.

Þá var afar eftirminnilegt þegar Guðmundur Benediktsson færði Hjörvari áritaða treyju frá markverðinum David De Gea.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot af því besta úr fyrstu fjórum þáttum DocZone í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×