Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sindri Sverrisson skrifar 17. september 2025 10:02 Erling Haaland var fyrirliði í liði Ragnars í síðustu umferð og stóð fyrir sínu. Getty/Vísir Rithöfundinum Ragnari Jónassyni er greinilega margt til lista lagt eins og komið var inn á í nýjum lið í Fantasýn, hlaðvarpsþættinum um fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira
Í nýjasta þætti þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban, sem hlusta má á hér að neðan, er farið yfir allt það helsta fyrir fantasy-spilara landsins eftir fjórar umferðir af deildinni. Meðal annars veltu þeir vöngum yfir því hvað þeir sem ætla að nýta wildcard-möguleikann ættu að gera. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Í anda stjörnulífsfrétta á miðlum landsins ákváðu þeir félagar einnig að brydda upp á nýjung og finna frægt fólk í hópi fantasy-spilara. Einn af þeim er glæpasagnahöfundurinn Ragnar sem er í toppbaráttunni í Sýnar-deildinni, þar sem allir íslenskir fantasy-spilarar eru sjálfkrafa með. Ragnar er þar í 4. sæti og hlaut heil 89 stig í síðustu umferð, með afar öfluga vörn og Erling Haaland sem fyrirliða eins og sjá má. Lið Ragnars í síðustu umferð Fantasy. Bannað að herma eftir.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda? Hann er búinn að skrifa bókina, svo kemur lognið á undan storminum, og svo fer jólabókaflóðið af stað,“ spurði Albert léttur, þegar þeir Sindri ræddu um árangur Ragnars. „Jú mögulega, en ég held að það sé nóg að gera,“ sagði Sindri. „Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að Ragnar Jónasson hafi ekki nóg að gera, verandi rithöfundur og lögfræðingur í fullu starfi held ég. Og góður fantasy-spilari,“ sagði Albert. Sindri benti auk þess á að Ragnar héldi utan um flotta glæpasagnahátíð í nóvember, Iceland Noir, svo það væri alveg ljóst að hann hefði nóg fyrir stafni annað en að sinna fantasy-liðinu sínu. „Er hann ekki bara fjórði besti glæpasagnahöfundur Norðurlanda líka?“ spurði Albert en sjálfsagt má rökræða um það lengi. Sindri benti hins vegar á að hæfileikar Ragnars nýttust greinilega á fleiri en einu sviði: „Þegar þú ert að setja upp svona glæpasögur… þetta er smá púsluspil. Þú þarft að láta ákveðna þræði ganga upp. Hann er greinilega góður greinandi. Annar maður sem skarar fram úr á sínu sviði, Magnus Carlsen skákmaðurinn knái, er þekktur sem mjög góður fantasy-spilari.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira