Tilkynntur til lögreglu Bjarki Sigurðsson skrifar 17. september 2025 12:06 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi telur embættið fara eftir lögum þegar hann skrifar einn undir ársreikninga ríkisfyrirtækja, þó hann sé ekki löggiltur endurskoðandi. Endurskoðendaráð hefur vísað málinu til lögreglu. Samkvæmt lögum þarf ríkisendurskoðandi ekki að vera löggiltur endurskoðandi. Guðmundur Björgvin Helgason hefur gegnt embættinu síðan 2022 og er einmitt ekki löggiltur. Fyrstu tvö árin áritaði hann ársreikninga ríkisfyrirtækja ásamt löggiltum endurskoðendum hjá embættinu. RÚV greinir frá því að í fyrra hafi þrír starfsmenn hans misst starfsleyfi eftir að hafa neitað að afhenda Endurskoðendaráði gögn, með vísan í afstöðu ríkisendurskoðanda, en fengu leyfið aftur síðar. Síðan þá hefur Guðmundur Björgvin einn áritað ársreikningana. Lögin tali ekki saman Endurskoðendaráð, sem sinnir gæðaeftirliti með störfum endurskoðenda, gerði í fyrra athugasemd við það að Guðmundur hefði einn áritað ársreikninga Isavia ohf., Íslandspósts ohf. og Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. Ráðið gaf Guðmundi kost á að útskýra málið en engin svör bárust. Endurskoðendaráð vísaði málinu til lögreglu í júní í fyrra. Guðmundur telur heimild sína til að undirrita reikninga óumdeilda en að lög um ríkisendurskoðenda og lög um endurskoðendur tali ekki vel saman. „Á endanum gengur það einfaldlega ekki upp að embætti á vegum löggjafarvaldsins sé sett undir eftirlit framkvæmdavaldsins. Því hef ég hafnað. Þegar það er mín afstaða gengur það ekki að starfsfólk mitt sé með einhverjum hætti gert ábyrgt fyrir því,“ segir Guðmundur Björgvin. Verst fyrir starfsmennina Hann telur embættið fara eftir öllum lögum. „Að þessu leyti er það galli ef einhverjir telja að sjónarmið sem eiga að gilda um endurskoðendur á almennum markaði geti gilt um starfsfólk Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðmundur Björgvin. Hefur þetta ástand einhver áhrif á starfsemi embættisins? „Að sjálfsögðu er þetta hið versta mál fyrir viðkomandi starfsmenn. Þeir voru sviptir starfsréttindum tímabundið. Þeir eru reyndar komnir með þau réttindi aftur en voru áminntir fyrir hluti sem þeim var ómöguleiki að koma til móts við. Um þessi mál og framgang embættisins hefur verið full eining innan Ríkisendurskoðunar. Og starfsemin hefur ekkert truflast.“ Ríkisendurskoðun Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Samkvæmt lögum þarf ríkisendurskoðandi ekki að vera löggiltur endurskoðandi. Guðmundur Björgvin Helgason hefur gegnt embættinu síðan 2022 og er einmitt ekki löggiltur. Fyrstu tvö árin áritaði hann ársreikninga ríkisfyrirtækja ásamt löggiltum endurskoðendum hjá embættinu. RÚV greinir frá því að í fyrra hafi þrír starfsmenn hans misst starfsleyfi eftir að hafa neitað að afhenda Endurskoðendaráði gögn, með vísan í afstöðu ríkisendurskoðanda, en fengu leyfið aftur síðar. Síðan þá hefur Guðmundur Björgvin einn áritað ársreikningana. Lögin tali ekki saman Endurskoðendaráð, sem sinnir gæðaeftirliti með störfum endurskoðenda, gerði í fyrra athugasemd við það að Guðmundur hefði einn áritað ársreikninga Isavia ohf., Íslandspósts ohf. og Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. Ráðið gaf Guðmundi kost á að útskýra málið en engin svör bárust. Endurskoðendaráð vísaði málinu til lögreglu í júní í fyrra. Guðmundur telur heimild sína til að undirrita reikninga óumdeilda en að lög um ríkisendurskoðenda og lög um endurskoðendur tali ekki vel saman. „Á endanum gengur það einfaldlega ekki upp að embætti á vegum löggjafarvaldsins sé sett undir eftirlit framkvæmdavaldsins. Því hef ég hafnað. Þegar það er mín afstaða gengur það ekki að starfsfólk mitt sé með einhverjum hætti gert ábyrgt fyrir því,“ segir Guðmundur Björgvin. Verst fyrir starfsmennina Hann telur embættið fara eftir öllum lögum. „Að þessu leyti er það galli ef einhverjir telja að sjónarmið sem eiga að gilda um endurskoðendur á almennum markaði geti gilt um starfsfólk Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðmundur Björgvin. Hefur þetta ástand einhver áhrif á starfsemi embættisins? „Að sjálfsögðu er þetta hið versta mál fyrir viðkomandi starfsmenn. Þeir voru sviptir starfsréttindum tímabundið. Þeir eru reyndar komnir með þau réttindi aftur en voru áminntir fyrir hluti sem þeim var ómöguleiki að koma til móts við. Um þessi mál og framgang embættisins hefur verið full eining innan Ríkisendurskoðunar. Og starfsemin hefur ekkert truflast.“
Ríkisendurskoðun Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira