Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 11:31 Erling Haaland og Mohamed Salah eru dýrustu leikmennirnir í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Alexander Isak kostar einnig sitt. vísir/epa Margir velta því eflaust fyrir sér hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn fóru yfir hvernig mögulegt Wildcard lið myndi líta út fyrir næstu umferð. Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira
Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira