Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2025 11:32 Borgaryfirvöld töluðu mikið um það á sínum tíma að reynt yrði að finna laus á málum við Álfabakka þannig að allir yrðu sáttir. Íbúar segjast lítið hafa heyrt síðan. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að kjötvinnsla í vöruhúsinu að Álfabakka 2a skuli ekki háð umhverfismati. Íbúinn krafðist þess að ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá 8. maí síðastliðnum, yrði felld úr gildi og að mælt yrði fyrir því að framkvæma skyldi mat á umhverfisáhrifum kjötvinnslunnar. Þá krafðist hann þess að útgefin framkvæmda- og byggingarleyfi yrðu afturkölluð þar til niðurstaða umhverfismats lægi fyrir. Tvær aðrar kærur voru sameinaðar umræddri kæru, þar sem um sömu ákvörðun var að ræða. Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar var fjallað um umhverfisáhrif kjötvinnslunnar, þar sem tekið var til eðli, staðsetningar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. „Það var niðurstaða stofnunarinnar að á grundvelli fyrirliggjandi gagna væri fyrirhuguð framkvæmd ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind væru í 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skyldi framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Fallast á að áhrifin verði óveruleg Kærandi sagði ákvörðun Skipulagsstofnunar hins vegar byggja á ófullnægjandi forsendum. Félagsleg áhrif hefðu ekki verið tekin til skoðunar og ekki haft samráð við nágranna. Þá hefði ekki verið lagt fram frummat á losun efna, lyktaráhrifum, hljóðstigi í vinnsluferlum né áhrifum af og á umferð. Skipulagsstofnun hefði gefið „óstaðfestum yfirlýsingum framkvæmdaraðila“ meira vægi en hagsmunum og vernd nágrennis. „Byggingarfulltrúi hafi viðurkennt að mistök hafi átt sér stað við útgáfu byggingarleyfisins þar sem ákvörðun um matsskyldu hafi ekki legið fyrir áður en leyfið hafi verið veitt. Um sé að ræða iðnaðarstarfsemi sem verið sé að staðsetja í þéttbýli, en slíkt sé óviðeigandi,“ segir um málsástæður kæranda. Skipulagsstofnun hafnar málsrökum kæranda og í athugasemdum framkvæmdaraðila segir meðal annars að umferð til og frá kjötvinnslunni verði lítil, hljóðspor lágmarkað með steyptum veggjum og lyktarmengun verði engin. Allur lífrænn úrgangur verði geymdur í kældu rými innanhúss. Þá er bent á að núverandi staðsetning kjötvinnslunnar sé í miðri íbúabyggð og hafi verið í 30 ár. Úrskurðarnefndin byggir niðurstöðu sína um að hafna kröfu kæranda með vísan til röksemdafærslu Skipulagsstofnunar um að áhrifin af kjötvinnslunni verði óveruleg. Þar er hins vegar einnig ítrekuð sú niðurstaða Skipulagsstofnunar að innkeyrsla að vesturenda vöruhússins þveri umferð á göngu- og hjólastígum og að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa. Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Íbúinn krafðist þess að ákvörðun Skipulagsstofnunar, frá 8. maí síðastliðnum, yrði felld úr gildi og að mælt yrði fyrir því að framkvæma skyldi mat á umhverfisáhrifum kjötvinnslunnar. Þá krafðist hann þess að útgefin framkvæmda- og byggingarleyfi yrðu afturkölluð þar til niðurstaða umhverfismats lægi fyrir. Tvær aðrar kærur voru sameinaðar umræddri kæru, þar sem um sömu ákvörðun var að ræða. Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar var fjallað um umhverfisáhrif kjötvinnslunnar, þar sem tekið var til eðli, staðsetningar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. „Það var niðurstaða stofnunarinnar að á grundvelli fyrirliggjandi gagna væri fyrirhuguð framkvæmd ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind væru í 2. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skyldi framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Fallast á að áhrifin verði óveruleg Kærandi sagði ákvörðun Skipulagsstofnunar hins vegar byggja á ófullnægjandi forsendum. Félagsleg áhrif hefðu ekki verið tekin til skoðunar og ekki haft samráð við nágranna. Þá hefði ekki verið lagt fram frummat á losun efna, lyktaráhrifum, hljóðstigi í vinnsluferlum né áhrifum af og á umferð. Skipulagsstofnun hefði gefið „óstaðfestum yfirlýsingum framkvæmdaraðila“ meira vægi en hagsmunum og vernd nágrennis. „Byggingarfulltrúi hafi viðurkennt að mistök hafi átt sér stað við útgáfu byggingarleyfisins þar sem ákvörðun um matsskyldu hafi ekki legið fyrir áður en leyfið hafi verið veitt. Um sé að ræða iðnaðarstarfsemi sem verið sé að staðsetja í þéttbýli, en slíkt sé óviðeigandi,“ segir um málsástæður kæranda. Skipulagsstofnun hafnar málsrökum kæranda og í athugasemdum framkvæmdaraðila segir meðal annars að umferð til og frá kjötvinnslunni verði lítil, hljóðspor lágmarkað með steyptum veggjum og lyktarmengun verði engin. Allur lífrænn úrgangur verði geymdur í kældu rými innanhúss. Þá er bent á að núverandi staðsetning kjötvinnslunnar sé í miðri íbúabyggð og hafi verið í 30 ár. Úrskurðarnefndin byggir niðurstöðu sína um að hafna kröfu kæranda með vísan til röksemdafærslu Skipulagsstofnunar um að áhrifin af kjötvinnslunni verði óveruleg. Þar er hins vegar einnig ítrekuð sú niðurstaða Skipulagsstofnunar að innkeyrsla að vesturenda vöruhússins þveri umferð á göngu- og hjólastígum og að grípa þurfi til aðgerða vegna þessa.
Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira