Innlent

Ráð­herra boðar stór­tækar breytingar og  Við­skipta­ráð vill finna olíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum verður rætt við mennta- og barnamálaráðherra sem boðar stórtækar breytingar á skipulagi framhaldsskólanna. 

Hann segir nauðsynlegt að ráðast í skipulagsbreytingar og vonast til að koma til móts við alla.

Einnig förum við niður á þing þar sem deilt var um heimildir ríkisins til inngripa í skipulagsmálum þegar sveitarfélög standa í veginum fyrir uppbyggingu í öðrum sveitarfélögum. 

Einnig verður rætt við hagfræðing hjá Viðskiptaráði en þar á bæ hafa menn ekki gefið drauminn um olíuvinnslu við Íslandsstrendur alveg upp á bátinn.

Í íþróttum dagsins verður svo farið yfir úrslitin í umspilsleikjunum í gær þar sem barist er um sæti í Bestu deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×