Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 14:19 Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti LÍS, lýsir áhyggjum af boðuðum hækkunum stjórnvalda. Vísir/aðsend Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, harma ákvörðun stjórnvalda um að heimila opinberum háskólum að innheimta hærri skrásetningargjöld. Í tilkynningu frá samtökunum er þess getið að gjaldið hafi verið úrskurðað ólögmætt árið 2023 og að enn sé beiðið eftir niðurstöðu áfrýjunarnefndar vegna málsins. Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni. Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Greint var frá því á dögunum Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefði lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi gætu orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillögu Loga kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Samtökin eru ekki þau fyrstu til að lýsa efasemdum og áhyggjum af áformunum, en það gerði til að mynda forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samtali við Vísi í síðustu viku. „Þessi ákvörðun er ekki aðeins ósanngjörn heldur stríðir gegn alþjóðlegum skuldbindingum Íslands,“ er haft eftir Lísu Margréti Gunnarsdóttur, forseta LÍS, í tilkynningunni. Hún þar til 13. greinar Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi þar sem kveðið sé á um að „æðri menntun skuli vera öllum aðgengileg og þróunin stefna að því að hún verði ókeypis.“ Þá benda samtökin á í tilkynningu sinni að hækkun gjaldanna dugi ekki til að rétta af „viðvarandi undirfjármögnun“ háskólanna. Sömuleiðis feli hækkunin sem af þessu leiði í sér aukin útgjöld fyrir námsmenn, en samkvæmt nýlegri könnun glími yfir 30% íslenskra háskólanema við alvarlegan eða mjög alvarlegan fjárhagsvanda. Þar er vísað til könnunar Eurostudent sem sýni einnig fram á að fjárhagsáhyggjur stúdenta séu hvergi meiri á Norðurlöndum en hér á Íslandi. „Þá hefur kaupmáttur ungs fólks staðið í stað í tvo áratugi og arðsemi háskólamenntunar aldrei verið minni, samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir BHM,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Það skýtur skökku við að draga úr hvata til náms með því að auka fjárhagsbyrðar stúdenta á þessum tíma,“ er haft eftir Lísu Margréi sem bendir einnig á að um þrír af hverjum fjórum háskólanemum á vinnumarkaði starfi með námi til að hafa efni á að stunda sitt nám. Þá séu meira en þriðjungur íslenskra stúdenta foreldrar í námi. „Í ljósi nýútgefinnar skýrslu OECD krefjast LÍS þess að stjórnvöld bregðist við rót vandans með því að tryggja grunnfjármögnun háskólastigsins til jafns við meðaltal OECD-ríkja, í stað þess að velta kostnaði yfir á stúdenta sem þegar búa við efnahagslegt óöryggi og ófullnægjandi námslánakerfi,“ segir loks í tilkynningunni.
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Félagasamtök Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira