Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 18:30 Beta Reynisdóttir næringarfræðingur. Vísir/Samsett Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi. „Það er málið, það er rosalega erfitt að átta sig á vítamínbransanum núna, það eru allir og ömmur þeirra byrjaðir að framleiða vítamín. Þetta er orðið pínu hættulegur bransi með það að gera, þetta eru oftast töflur og það eru aukaefni í þessu sem geta haft skaðleg áhrif. Þannig við verðum líka að vera svolítið gagnrýnin á hvað við gerum,“ segir Beta Reynisdóttir næringarfræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis. Áttatíu prósent af vítamínum í verslunum landsins séu full af aukaefnum sem geti verið skaðleg í miklu magni. Íslendingar séu hins vegar hrifnir af einfölum lausnum, líkt og að taka vítamín í töfluformi í stað þess að fá þau úr fjölbreyttum og næringarríkum mat. Árlega haustflensan leiði hins vegar til þess að Íslendingar leita í auknum mæli í vítamín. „Það er fullt af vítamínum sem virka og auðvitað má grípa í ef þið teljið að þið séuð með gott merki og ef þið treystið því. En ekki rjúka bara út í búð og grípa eitthvað glas af vítamíni, reynið að kanna hvað það er sem er verið að selja ykkur,“ segir hún. D-vítamín nauðsynlegt Beta leggur jafnframt mikla áherslu á mikilvægi þess að taka D-vítamín, sem hafi áhrif á bæði ónæmiskerfið og hormónakerfið. Hins vegar sé mikilvægt að falla ekki í þá gildru að taka of stóra skammta, fólk taki oft of mikið magn vítamína án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. „Ef þau eru að taka stóra skammta af D-vítamíni mæli ég með að þau taki K2-vítamín með. Aðalmálið er að þegar þú tekur inn stóra skammta af D-vítamíninu nýtir þú kalk og þá er verið að hreinsa kalkið úr beinunum og þá kemur K-vítamínið líkamanum í jafnvægi með að setja kalkið aftur í beinin.“ Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns eru þúsund alþjóðaeiningar og segist Beta sem starfandi næringafræðingur ekki mega mæla með hærri skömmtum. „En ég get sagt þér að ég tek um tvö til fjögur þúsund alþjóðaeiningar á dag og ég mælist ekkert eitthvað rosalega há í D-vítamíni, það er það sem ég get sagt.“ Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Það er málið, það er rosalega erfitt að átta sig á vítamínbransanum núna, það eru allir og ömmur þeirra byrjaðir að framleiða vítamín. Þetta er orðið pínu hættulegur bransi með það að gera, þetta eru oftast töflur og það eru aukaefni í þessu sem geta haft skaðleg áhrif. Þannig við verðum líka að vera svolítið gagnrýnin á hvað við gerum,“ segir Beta Reynisdóttir næringarfræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis. Áttatíu prósent af vítamínum í verslunum landsins séu full af aukaefnum sem geti verið skaðleg í miklu magni. Íslendingar séu hins vegar hrifnir af einfölum lausnum, líkt og að taka vítamín í töfluformi í stað þess að fá þau úr fjölbreyttum og næringarríkum mat. Árlega haustflensan leiði hins vegar til þess að Íslendingar leita í auknum mæli í vítamín. „Það er fullt af vítamínum sem virka og auðvitað má grípa í ef þið teljið að þið séuð með gott merki og ef þið treystið því. En ekki rjúka bara út í búð og grípa eitthvað glas af vítamíni, reynið að kanna hvað það er sem er verið að selja ykkur,“ segir hún. D-vítamín nauðsynlegt Beta leggur jafnframt mikla áherslu á mikilvægi þess að taka D-vítamín, sem hafi áhrif á bæði ónæmiskerfið og hormónakerfið. Hins vegar sé mikilvægt að falla ekki í þá gildru að taka of stóra skammta, fólk taki oft of mikið magn vítamína án þess að gera sér grein fyrir afleiðingunum. „Ef þau eru að taka stóra skammta af D-vítamíni mæli ég með að þau taki K2-vítamín með. Aðalmálið er að þegar þú tekur inn stóra skammta af D-vítamíninu nýtir þú kalk og þá er verið að hreinsa kalkið úr beinunum og þá kemur K-vítamínið líkamanum í jafnvægi með að setja kalkið aftur í beinin.“ Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns eru þúsund alþjóðaeiningar og segist Beta sem starfandi næringafræðingur ekki mega mæla með hærri skömmtum. „En ég get sagt þér að ég tek um tvö til fjögur þúsund alþjóðaeiningar á dag og ég mælist ekkert eitthvað rosalega há í D-vítamíni, það er það sem ég get sagt.“
Heilbrigðismál Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira