Fótbolti

Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Trincao skoraði tvö fyrir Sporting.
Trincao skoraði tvö fyrir Sporting. Carlos Rodrigues/Getty Images

Frankfurt vann öruggan 5-1 sigur gegn Galatasaray og Sporting gerði gott betur með 4-0 sigri gegn Kairat Almaty í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar.

Galatasaray komst óvænt yfir gegn Frankfurt en eftir það stefndi leikurinn aðeins í eina átt.

Heimamenn jöfnuðu á 37. mínútu og voru komnir tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Höggin héldu áfram að dynja á gestunum í seinni hálfleik og leiknum lauk með 5-1 sigri Frankfurt.

Sporting hélt marki sínu hreinu og setti fjögur gegn Kairat Almaty, þrátt fyrir að hafa klikkað á vítaspyrnu í upphafi leiks. Hinn átján ára gamli Sherhan Kalmurza varði vítið og gerðist hetja gestanna í þeirra fyrir Meistaradeildarleik, en aðeins um skamma stund.

Trincao setti tvennu, sitt hvoru megin við hálfleikinn, Alisson Santos og Geovany Quenda skoruðu svo þriðja og fjórða markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×