Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar 19. september 2025 09:32 Hugtakið þjóðarmorð (genocide) var fyrst sett fram á fjórða áratug síðustu aldar af Raphael Lemkin, lögfræðingi af gyðingaættum sem hafði flúið ofsóknir nasista. Hugtakið þjóðarmorð var lykilhugtak í Nürnberger réttarhöldunum 1945-1949 og lagt til grundvallar við gerð Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir þjóðarmorð. Sáttmálinn var samþykktur 1948, sama ár og Ísraelsríki var stofnað. Samkvæmt skilgreiningu Lemkin á hugtakinu er þjóðarmorð ekki ein, afmörkuð aðgerð heldur ferli. Ferli sem miðar að því að tortíma skipulega lífsháttum, menningu og lífsskilyrðum þjóðar eða þjóðarhóps með það að lokamarkmiði að útrýma þjóðinni eða þjóðarhópnum.[1] Áform síonista í Palestínu um að tortíma Palestínu með skipulögðum hætti má rekja til 19 aldar hugmynda um „hagnýtan síonisma“. Theodor Herzl, faðir síonismans, gerði t.d. grein fyrir hugmyndum um brottrekstur og tilfærslu Palestínumanna úr Palestínu í bókinni „Gyðingaríkið“(Der Judenstat ), sem kom út árið 1896.[2] Hugmyndinni var haldið á lofti og hún viðruð reglulega í gegnum mótun síonistaríkisins í Palestínu. Ben-Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísrael skrifaði til dæmis í bréfi til sonar síns árið 1937: „Arabar verða að fara, en það þarf kjörinn tíma til að láta það gerast, með stríði.“ [3] Tíu árum síðar, 1947, samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna með ályktun 181 að skipta Palestínu í tvö ríki, eitt gyðingaríki og eitt arabískt ríki og að Jerúsalem yrði sett undir sérstaka alþjóðlega stjórn.[4] Aðskilnaðarríkið Ísrael-Palestína var hannað á teikniborði alþjóðasamfélagsins, sem síðan hefur verið vísað í sem „tveggja ríkja lausnina“.[5] 1948 var Ísraelsríki formlega stofnað og sama ár gerðu Ísraelar fyrstu hernaðarárás sína á Palestínumenn sem í palestínskri sögu er þekkt sem Nakbaeða „hörmungarnar“. Í þjóðernishreinsunaraðgerðinni Nakba voru 750.000 Palestínubúar þvingaðir með hervaldi af heimilum sínum og yfir 500 arabískir bæir og þorp lögð í rúst.[6] Árið 1948 var hinn „kjörni tími“ Ben-Gurion runninn upp og ferli þjóðarmorðs í Palestínu var hafið. Ferli endurtekinna árása hernámshers Ísraela á Palestínumenn, samfellds landráns, markviss ofbeldis og skipulegra frelsisskerðinga. Árið 1948 hömpuðu Evrópa og Vesturveldin mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og hétu því að „aldrei aftur“ yrði þjóðarmorð liðið í heimi mannréttinda. „Aldrei aftur“ og nýlega skjalfest vestræn mannréttindi voru aðeins ætluð fáum útvöldum vestrænum smiðum þeirra. Stofnun hvers ríkis og mótun þjóðernisstefnu þess fylgir sögusmíð, narratíva, um uppruna og einkenni þjóðríkja. Sögusmíð þjóðríkja Evrópu er gjarnan rakin til þýska heimspekingsins Johann Gottfried Herder sem var uppi á 18 öld. Hugmyndir Herder um þjóðríki var að þjóð væri lífræn heild með sameiginlegan uppruna og sérstakar hefðir, sem mótast af aldalangri sögu og flytjast á milli kynslóða með tungumálinu. Herder taldi óæskilegt að ólíkir kynþættir byggðu sömu þjóð og setti jafnframt fram kenninguna um „Favoritvolk“, hina hreinu, útvöldu þjóð, sem hefur rétt á troða á öðrum þjóðum í krafti meintra yfirburða sinna.[7] Hugmynd sem Nasistar þriðja ríkisins byggðu eigin sjálfsmyndarmótun á. Hugmynd sem síonistar Ísrael byggja sína sjálfsmynd á. Stofnun Ísraelsríkis var fylgt eftir með goðsögninni um „fyrirheitna landið“, landi sem sjálfur Guð er sagður hafa lofað gyðingum á biblískum tímum. Síonistar eru, samkvæmt eigin sögusmíð, Guðs Favoritvolk, með óvéfengjanlegan rétt til þess að framfylgja þjóðarmorði á Palestínumönnum, frá upphafi stofnunar ríkisins og fram á okkar dag. Hið hvíta, evrópskættaða Favortivolk Ísrael hefur verið hampað af vestrænum ríkjum frá upphafi, enda hafa Vesturveldin litið á þá sem staðgengla okkar, sérstaka framverði vestrænnar menningar og gilda í Austurlöndum. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt síonistaríkið Ísrael. Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra fór í sérstaka vinarheimsókn til Ísrael 1964 og lagði blómsveig á leiði Theodor Herzl.[8] Bjarni Benediktsson yngri fetaði dyggilega í fótspor afabróður síns. Hann ásamt flokki sínum sat hjá í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Palestínu 2011, líkt og þáverandi flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þorgerður Katrín, sem nú stærir sig á alþjóðavettvangi af stuðningi Íslands við sjálfstæði Palestínu og klifar á „tveggja ríkja lausninni“. Þeirri sömu og um var samið 1948 og Ísrael útilokaði sama ár með hernaðarárásum að gæti átt sér stað. Sögusmíð Ísraela byggir líka á þeim uppspuna að síonistar hafi ræktað upp Palestínu, sem hafi fyrir þeirra komu verið auðn og illbyggileg eyðimörk. Goðsögninni um gyðingana sem ræktuðu eyðimörk Palestínu og blómguðu hana hefur verið haldið á lofti frá stofnun síonistaríkisins, sögusmíð sem á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Palestína var löngu fyrir komu vestrænna gyðinga blómlegt ræktarland heimafólks. Land fyllt gjöfulum ökrum þar sem ræktað var hveiti og bygg, ólífur, vínber og ýmis konar grænmeti eins og baunir, tómatar, laukur og kartöflur. Sítrusávextir, döðlur og möndlur voru einnig ræktaðar á ökrum Palestínu áður en síonistar upphófu eyðileggingu akranna, mengun vatnsbóla og þar með tortímingu lífsskilyrða, sem er hluti af ferli þjóðarmorðs.[9] Goðsögninni er viðhaldið enn þann dag í dag líkt og í apríl 2023 á 75 ára afmæli nýlenduverkefnis Ísraels þegar Ursula van der Leyen fagnaði sameiginlegum gildum Ísrael og Evrópu og mærði síonistana fyrir að hafa „látið eyðimörkina blómstra“. Nokkrum mánuðum síðar hófst lokaaðgerð síonista á Gasa. Í dag er að meðaltali 95% landsvæðis Gaza ónýtt og með öllu óhæft til ræktunar.[10] Þjóðarmorð hefjast með orðum. Þjóðarmorðið í Palestínu hófst með orðum síonista á 19 öld og hefur með tímanum tekið á sig táknrænar myndir. Popúlískt orðfæri sem felur í sér aðskilnaðarstefnu og afmennskun þjóðfélagshópa sem skilgreindir eru sem óæskilegir, er kjörinn efniviður við framfylgd þjóðarmorðs. Sögusmíðin um Favorit fólkið á tímum nasismans í Þýskalandi eða „Herrenvolk“, hinum hreina aríska kynstofni, fylgdi afmennskun annara þjóðarbrota. Í Þýskalandi voru gyðingar kallaðir „Mischling“, blendingar, sem þýddi að þeir voru ekki „hreinir“. Þeir voru óhreinir, skítugir og þar með ekki hluti af Herrenvolk. Þeir voru kallaðir sníkjudýr, meindýr, veirur sem sýktu Herrevolk þegnana. Þeir voru kallaðir lýs sem yllu taugaveiki. Þeim þurfti því að útrýma.[11] Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael sagði 2024 hernámsherinn „berjast við dýr“ og að þeir „höguðu sér í samræmi við það“. Í sama anda talar forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu, t.d. þegar hann sagði „syni ljóssins“, hermenn hernámshersins, þurfa að berjast undir „lögmáli frumskógarins“.[12] Um leið og valdamenn Ísrael afmennska Palestínumenn gera þeir þá, þolendur þjóðarmorðs, ábyrga fyrir glæpnum sem framinn er gegn þeim. Þjóðarmorð er ferli sem lýkur með útrýmingu þjóðar eða þjóðarhóps. Í þriðja ríki Nasismans var Gyðingunum þjappað saman í gettó þar sem fólk lifði í aðskilnaðarstefnu, einangrun, við skert frelsi, takmörkuð bjargráð og skort. Í þriðja ríkinu voru gyðingar fluttir í gripavögnum í útrýmingarbúðir. Endalausnin „die Endlösung“ fólst í því að fólkið var svelt, skotið, myrt með gasi og brennt að því loknu. Ísrael hefti för fólks og vöruflutninga til og frá Gasa í byrjun tíunda áratugarins. Árið 2007 herti Ísrael klærnar og setti algjöra hindrun á vöruflutninga og ferðir fólks inn og út af Gasaströndinni. Gasa hefur samkvæmt fordæminu verið gettó í 18 ár. Í 18 ár hefur fólk verið svipt lífsháttum sínum og lífsskilyrðum. Búið við aðskilnaðarstefnu, í einangrun, við skert frelsi og takmörkuð bjargráð. Í október 2023 hófst síðasta stigið í ferli þjóðarmorðs: útrýming þjóðarinnar. Fólkinu á Gasa er þjappað saman með tilskipunum sem er látið rigna úr herflugvélum með dreifiritum. Fólkið er sprengt, skotið, grafið lifandi undir húsarústum, myrt hungurdauða og brennt lifandi. Í maí síðastliðnum rak hver þjóðarmorðsyfirlýsingin aðra frá stjórnmálamönnum Ísrael. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra lýsti því yfir að „Gaza verði gjörsamlega eyðilögð“. Yfirlýsingin kom í kjölfar samþykkis öryggisráðherra Ísrael á stóraukinni hernaðarsókn Ísraelshers á Gasaströndinni, sem þeir kalla „Vagna Gídeon“.[13] „Óvinurinn er ekki Hamas, né heldur hernaðararmur Hamas,“ sagði Moshe Feiglin, fyrrverandi þingmaður við ísraelsku sjónvarpsstöðina Rás 14. „Sérhvert barn á Gasa er óvinurinn“, bætti hann við, „við þurfum að hernema Gasa og byggja hana, og ekki eitt einasta barn á Gasa verður eftir þar. Það er enginn annar sigur“.[14] Á sama tíma herðir hernámsherinn árásir á Palestínubúa á Vesturbakkanum. Frá því í janúar í ár eru árásir ísraelskra landránsmanna á Palestínumenn 757 talsins.[15] Aðgerðaleysi ríkisstjórnar Íslands er ekki einungis vítavert í ljósi sögunnar, fordæmanna og ótæmandi sannana af vettvangi þjóðarmorðsins á Gasa, heldur er um klárt brot á alþjóðalögum að ræða. Í framhaldi af sáttmálanum sem Raphael Lemkin lagði grunninn að með skilgreiningu sinni á þjóðarmorði, varð til bindandi alþjóðlegur lagarammi til að koma í veg fyrir og refsa fyrir þjóðarmorð. Samningurinn sem Ísland er aðili að, skyldar samningsríki til að koma í veg fyrir og refsa fyrir þjóðarmorð. Ef ríki uppfyllir ekki samninginn er hægt að draga það til ábyrgðar, fyrir alþjóðadómstólum. Höfundur er verkefnisstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofnun HÍ. [1] https://www.facinghistory.org/resource-library/raphael-lemkin-genocide-convention) [2] Smith, Charles D. 2017. Palestine and the Arab-Israeli Conflict: A History with Documents. Boston: Bedford. [3] https://ciaotest.cc.columbia.edu/olj/jps/vol36-141/vol36-141_b.pdf [4] https://www.un.org/unispal/data-collection/general-assembly/ [5] https://www.un.org/unispal/history/ [6] https://ciaotest.cc.columbia.edu/olj/jps/vol36-141/vol36-141_b.pdf [7] https://www.visindavefur.is/svar.php?id=60897 [8] https://timarit.is/page/2374480?iabr=on#page/n5/mode/2up/search/Fors%C3%A6tisr%C3%A1%C3%B0herra%20%C3%8Dslands%20%C3%A1%20bibl%C3%ADusl%C3%B3%C3%B0um%20%C3%AD%20dag [9] https://en.wikipedia.org/wiki/History_of_agriculture_in_Palestine [10] https://openknowledge.fao.org/server/api/core/bitstreams/c4be554e-170f-413e-ae57-f77030be8d09/content [11] https://academic.oup.com/book/27387/chapter-abstract/197176732?redirectedFrom=fulltext [12] https://www.lemonde.fr/en/international/article/2025/05/21/in-israel-rhetoric-dehumanizing-palestinians-and-calls-for-eradicating-gaza-have-become-commonplace_6741510_4.html [13] https://www.theguardian.com/world/2025/may/06/hamas-israel-hunger-war-in-gaza [14] https://www.ndtv.com/world-news/moshe-feiglin-every-baby-in-gaza-is-an-enemy-ex-israeli-lawmakers-shocking-remarks-8477020 [15] https://www.aljazeera.com/news/2025/7/15/attacks-on-palestinians-intensifying-in-occupied-west-bank-un-rights Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið þjóðarmorð (genocide) var fyrst sett fram á fjórða áratug síðustu aldar af Raphael Lemkin, lögfræðingi af gyðingaættum sem hafði flúið ofsóknir nasista. Hugtakið þjóðarmorð var lykilhugtak í Nürnberger réttarhöldunum 1945-1949 og lagt til grundvallar við gerð Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir þjóðarmorð. Sáttmálinn var samþykktur 1948, sama ár og Ísraelsríki var stofnað. Samkvæmt skilgreiningu Lemkin á hugtakinu er þjóðarmorð ekki ein, afmörkuð aðgerð heldur ferli. Ferli sem miðar að því að tortíma skipulega lífsháttum, menningu og lífsskilyrðum þjóðar eða þjóðarhóps með það að lokamarkmiði að útrýma þjóðinni eða þjóðarhópnum.[1] Áform síonista í Palestínu um að tortíma Palestínu með skipulögðum hætti má rekja til 19 aldar hugmynda um „hagnýtan síonisma“. Theodor Herzl, faðir síonismans, gerði t.d. grein fyrir hugmyndum um brottrekstur og tilfærslu Palestínumanna úr Palestínu í bókinni „Gyðingaríkið“(Der Judenstat ), sem kom út árið 1896.[2] Hugmyndinni var haldið á lofti og hún viðruð reglulega í gegnum mótun síonistaríkisins í Palestínu. Ben-Gurion, fyrsti forsætisráðherra Ísrael skrifaði til dæmis í bréfi til sonar síns árið 1937: „Arabar verða að fara, en það þarf kjörinn tíma til að láta það gerast, með stríði.“ [3] Tíu árum síðar, 1947, samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna með ályktun 181 að skipta Palestínu í tvö ríki, eitt gyðingaríki og eitt arabískt ríki og að Jerúsalem yrði sett undir sérstaka alþjóðlega stjórn.[4] Aðskilnaðarríkið Ísrael-Palestína var hannað á teikniborði alþjóðasamfélagsins, sem síðan hefur verið vísað í sem „tveggja ríkja lausnina“.[5] 1948 var Ísraelsríki formlega stofnað og sama ár gerðu Ísraelar fyrstu hernaðarárás sína á Palestínumenn sem í palestínskri sögu er þekkt sem Nakbaeða „hörmungarnar“. Í þjóðernishreinsunaraðgerðinni Nakba voru 750.000 Palestínubúar þvingaðir með hervaldi af heimilum sínum og yfir 500 arabískir bæir og þorp lögð í rúst.[6] Árið 1948 var hinn „kjörni tími“ Ben-Gurion runninn upp og ferli þjóðarmorðs í Palestínu var hafið. Ferli endurtekinna árása hernámshers Ísraela á Palestínumenn, samfellds landráns, markviss ofbeldis og skipulegra frelsisskerðinga. Árið 1948 hömpuðu Evrópa og Vesturveldin mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og hétu því að „aldrei aftur“ yrði þjóðarmorð liðið í heimi mannréttinda. „Aldrei aftur“ og nýlega skjalfest vestræn mannréttindi voru aðeins ætluð fáum útvöldum vestrænum smiðum þeirra. Stofnun hvers ríkis og mótun þjóðernisstefnu þess fylgir sögusmíð, narratíva, um uppruna og einkenni þjóðríkja. Sögusmíð þjóðríkja Evrópu er gjarnan rakin til þýska heimspekingsins Johann Gottfried Herder sem var uppi á 18 öld. Hugmyndir Herder um þjóðríki var að þjóð væri lífræn heild með sameiginlegan uppruna og sérstakar hefðir, sem mótast af aldalangri sögu og flytjast á milli kynslóða með tungumálinu. Herder taldi óæskilegt að ólíkir kynþættir byggðu sömu þjóð og setti jafnframt fram kenninguna um „Favoritvolk“, hina hreinu, útvöldu þjóð, sem hefur rétt á troða á öðrum þjóðum í krafti meintra yfirburða sinna.[7] Hugmynd sem Nasistar þriðja ríkisins byggðu eigin sjálfsmyndarmótun á. Hugmynd sem síonistar Ísrael byggja sína sjálfsmynd á. Stofnun Ísraelsríkis var fylgt eftir með goðsögninni um „fyrirheitna landið“, landi sem sjálfur Guð er sagður hafa lofað gyðingum á biblískum tímum. Síonistar eru, samkvæmt eigin sögusmíð, Guðs Favoritvolk, með óvéfengjanlegan rétt til þess að framfylgja þjóðarmorði á Palestínumönnum, frá upphafi stofnunar ríkisins og fram á okkar dag. Hið hvíta, evrópskættaða Favortivolk Ísrael hefur verið hampað af vestrænum ríkjum frá upphafi, enda hafa Vesturveldin litið á þá sem staðgengla okkar, sérstaka framverði vestrænnar menningar og gilda í Austurlöndum. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi stutt síonistaríkið Ísrael. Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra fór í sérstaka vinarheimsókn til Ísrael 1964 og lagði blómsveig á leiði Theodor Herzl.[8] Bjarni Benediktsson yngri fetaði dyggilega í fótspor afabróður síns. Hann ásamt flokki sínum sat hjá í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði Palestínu 2011, líkt og þáverandi flokkssystir hans Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þorgerður Katrín, sem nú stærir sig á alþjóðavettvangi af stuðningi Íslands við sjálfstæði Palestínu og klifar á „tveggja ríkja lausninni“. Þeirri sömu og um var samið 1948 og Ísrael útilokaði sama ár með hernaðarárásum að gæti átt sér stað. Sögusmíð Ísraela byggir líka á þeim uppspuna að síonistar hafi ræktað upp Palestínu, sem hafi fyrir þeirra komu verið auðn og illbyggileg eyðimörk. Goðsögninni um gyðingana sem ræktuðu eyðimörk Palestínu og blómguðu hana hefur verið haldið á lofti frá stofnun síonistaríkisins, sögusmíð sem á sér engar stoðir í raunveruleikanum. Palestína var löngu fyrir komu vestrænna gyðinga blómlegt ræktarland heimafólks. Land fyllt gjöfulum ökrum þar sem ræktað var hveiti og bygg, ólífur, vínber og ýmis konar grænmeti eins og baunir, tómatar, laukur og kartöflur. Sítrusávextir, döðlur og möndlur voru einnig ræktaðar á ökrum Palestínu áður en síonistar upphófu eyðileggingu akranna, mengun vatnsbóla og þar með tortímingu lífsskilyrða, sem er hluti af ferli þjóðarmorðs.[9] Goðsögninni er viðhaldið enn þann dag í dag líkt og í apríl 2023 á 75 ára afmæli nýlenduverkefnis Ísraels þegar Ursula van der Leyen fagnaði sameiginlegum gildum Ísrael og Evrópu og mærði síonistana fyrir að hafa „látið eyðimörkina blómstra“. Nokkrum mánuðum síðar hófst lokaaðgerð síonista á Gasa. Í dag er að meðaltali 95% landsvæðis Gaza ónýtt og með öllu óhæft til ræktunar.[10] Þjóðarmorð hefjast með orðum. Þjóðarmorðið í Palestínu hófst með orðum síonista á 19 öld og hefur með tímanum tekið á sig táknrænar myndir. Popúlískt orðfæri sem felur í sér aðskilnaðarstefnu og afmennskun þjóðfélagshópa sem skilgreindir eru sem óæskilegir, er kjörinn efniviður við framfylgd þjóðarmorðs. Sögusmíðin um Favorit fólkið á tímum nasismans í Þýskalandi eða „Herrenvolk“, hinum hreina aríska kynstofni, fylgdi afmennskun annara þjóðarbrota. Í Þýskalandi voru gyðingar kallaðir „Mischling“, blendingar, sem þýddi að þeir voru ekki „hreinir“. Þeir voru óhreinir, skítugir og þar með ekki hluti af Herrenvolk. Þeir voru kallaðir sníkjudýr, meindýr, veirur sem sýktu Herrevolk þegnana. Þeir voru kallaðir lýs sem yllu taugaveiki. Þeim þurfti því að útrýma.[11] Yoav Gallant, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael sagði 2024 hernámsherinn „berjast við dýr“ og að þeir „höguðu sér í samræmi við það“. Í sama anda talar forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu, t.d. þegar hann sagði „syni ljóssins“, hermenn hernámshersins, þurfa að berjast undir „lögmáli frumskógarins“.[12] Um leið og valdamenn Ísrael afmennska Palestínumenn gera þeir þá, þolendur þjóðarmorðs, ábyrga fyrir glæpnum sem framinn er gegn þeim. Þjóðarmorð er ferli sem lýkur með útrýmingu þjóðar eða þjóðarhóps. Í þriðja ríki Nasismans var Gyðingunum þjappað saman í gettó þar sem fólk lifði í aðskilnaðarstefnu, einangrun, við skert frelsi, takmörkuð bjargráð og skort. Í þriðja ríkinu voru gyðingar fluttir í gripavögnum í útrýmingarbúðir. Endalausnin „die Endlösung“ fólst í því að fólkið var svelt, skotið, myrt með gasi og brennt að því loknu. Ísrael hefti för fólks og vöruflutninga til og frá Gasa í byrjun tíunda áratugarins. Árið 2007 herti Ísrael klærnar og setti algjöra hindrun á vöruflutninga og ferðir fólks inn og út af Gasaströndinni. Gasa hefur samkvæmt fordæminu verið gettó í 18 ár. Í 18 ár hefur fólk verið svipt lífsháttum sínum og lífsskilyrðum. Búið við aðskilnaðarstefnu, í einangrun, við skert frelsi og takmörkuð bjargráð. Í október 2023 hófst síðasta stigið í ferli þjóðarmorðs: útrýming þjóðarinnar. Fólkinu á Gasa er þjappað saman með tilskipunum sem er látið rigna úr herflugvélum með dreifiritum. Fólkið er sprengt, skotið, grafið lifandi undir húsarústum, myrt hungurdauða og brennt lifandi. Í maí síðastliðnum rak hver þjóðarmorðsyfirlýsingin aðra frá stjórnmálamönnum Ísrael. Bezalel Smotrich, fjármálaráðherra lýsti því yfir að „Gaza verði gjörsamlega eyðilögð“. Yfirlýsingin kom í kjölfar samþykkis öryggisráðherra Ísrael á stóraukinni hernaðarsókn Ísraelshers á Gasaströndinni, sem þeir kalla „Vagna Gídeon“.[13] „Óvinurinn er ekki Hamas, né heldur hernaðararmur Hamas,“ sagði Moshe Feiglin, fyrrverandi þingmaður við ísraelsku sjónvarpsstöðina Rás 14. „Sérhvert barn á Gasa er óvinurinn“, bætti hann við, „við þurfum að hernema Gasa og byggja hana, og ekki eitt einasta barn á Gasa verður eftir þar. Það er enginn annar sigur“.[14] Á sama tíma herðir hernámsherinn árásir á Palestínubúa á Vesturbakkanum. Frá því í janúar í ár eru árásir ísraelskra landránsmanna á Palestínumenn 757 talsins.[15] Aðgerðaleysi ríkisstjórnar Íslands er ekki einungis vítavert í ljósi sögunnar, fordæmanna og ótæmandi sannana af vettvangi þjóðarmorðsins á Gasa, heldur er um klárt brot á alþjóðalögum að ræða. Í framhaldi af sáttmálanum sem Raphael Lemkin lagði grunninn að með skilgreiningu sinni á þjóðarmorði, varð til bindandi alþjóðlegur lagarammi til að koma í veg fyrir og refsa fyrir þjóðarmorð. Samningurinn sem Ísland er aðili að, skyldar samningsríki til að koma í veg fyrir og refsa fyrir þjóðarmorð. Ef ríki uppfyllir ekki samninginn er hægt að draga það til ábyrgðar, fyrir alþjóðadómstólum. Höfundur er verkefnisstjóri rannsókna hjá Félagsvísindastofnun HÍ. [1] https://www.facinghistory.org/resource-library/raphael-lemkin-genocide-convention) [2] Smith, Charles D. 2017. Palestine and the Arab-Israeli Conflict: A History with Documents. Boston: Bedford. [3] https://ciaotest.cc.columbia.edu/olj/jps/vol36-141/vol36-141_b.pdf [4] https://www.un.org/unispal/data-collection/general-assembly/ [5] https://www.un.org/unispal/history/ [6] https://ciaotest.cc.columbia.edu/olj/jps/vol36-141/vol36-141_b.pdf [7] https://www.visindavefur.is/svar.php?id=60897 [8] https://timarit.is/page/2374480?iabr=on#page/n5/mode/2up/search/Fors%C3%A6tisr%C3%A1%C3%B0herra%20%C3%8Dslands%20%C3%A1%20bibl%C3%ADusl%C3%B3%C3%B0um%20%C3%AD%20dag [9] https://en.wikipedia.org/wiki/History_of_agriculture_in_Palestine [10] https://openknowledge.fao.org/server/api/core/bitstreams/c4be554e-170f-413e-ae57-f77030be8d09/content [11] https://academic.oup.com/book/27387/chapter-abstract/197176732?redirectedFrom=fulltext [12] https://www.lemonde.fr/en/international/article/2025/05/21/in-israel-rhetoric-dehumanizing-palestinians-and-calls-for-eradicating-gaza-have-become-commonplace_6741510_4.html [13] https://www.theguardian.com/world/2025/may/06/hamas-israel-hunger-war-in-gaza [14] https://www.ndtv.com/world-news/moshe-feiglin-every-baby-in-gaza-is-an-enemy-ex-israeli-lawmakers-shocking-remarks-8477020 [15] https://www.aljazeera.com/news/2025/7/15/attacks-on-palestinians-intensifying-in-occupied-west-bank-un-rights
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun