Formúla 1

Ver­stappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring

Siggeir Ævarsson skrifar
Oscar Piastri þurfti að gera sér það að góðu að horfa á kappaksturinn í dag.
Oscar Piastri þurfti að gera sér það að góðu að horfa á kappaksturinn í dag. Vísir/Getty

Max Verstappen fylgdi eftir góðri tímatöku í Baku í gær og vann öruggan sigur í keppni dagsins en hann var rúmum 14 sekúndum á undan næsta manni.

Þeir Oscar Piastri og Lando Norris, sem leiða keppni ökumanna, voru í brasi í gær og það skánaði ekki í dag en Piastri keyrði utan í vegg á fyrsta hring í morgun og var þar með úr leik. Erfið helgi fyrir Piastri en hann kláraði ekki tímatökuna í gær af sömu sökum.

Norris, sem hóf kappaksturinn í sjöunda sæti endaði í sama sæti. Heimsmeistarinn Verstappen náði því að saxa aðeins á forskot þeirra McLaren manna en hann er í þriðja sæti í keppni ökumanna, nú með 255 stig. Norris er með 299 og Piastri 324.

George Russell varð í öðru sæti í dag og Carlos Sainz í þriðja en þetta var í fyrsta sinn sem Sainz nær á verðlaunapall og báru tilfinningarnar hann ofurliði í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×