Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 11:31 Manchester City hefur farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni og er átta stigum á eftir toppliði Liverpool. epa/VINCE MIGNOTT Pep Guardiola hefur stýrt liðum í sex hundruð leikjum á stjóraferlinum. Aldrei hefur lið undir hans stjórn verið jafn lítið með boltann og Manchester City gegn Arsenal í gær. Gabriel Martinelli tryggði Skyttunum stig þegar hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma í leiknum á Emirates í gær. Erling Haaland kom City yfir eftir níu mínútur og það mark virtist ætla að skila liðinu sigri en Martinelli var á öðru máli og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lið undir stjórn Peps Guardiola hafa verið þekkt fyrir að vera mikið með boltann en því var ekki að skipta í gær. City var nefnilega aðeins 32,8 prósent með boltann á Emirates. Það er það minnsta sem Guardiola-lið hefur verið með boltann á stjóraferli hans en gamla metið var einnig gegn Arsenal. Í mars 2023 var City 36,5 prósent með boltann gegn Arsenal. Eftir leikinn á Emirates sagði Guardiola að sínir menn hefðu verið lúnir eftir annasama viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Guardiola sem notaði fimm manna varnarlínu lengst af seinni hálfleiks. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ City var mest með boltann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eða 61,6 prósent. Í fyrstu fimm leikjum þessa tímabils er City 52,4 prósent með boltann sem var aðeins það áttunda mesta í deildinni. Liverpool er mest með boltann, 63 prósent, en þar á eftir koma Chelsea (61,8 prósent) og Aston Villa (59,6 prósent). Síðastnefnda liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig og hefur ekki verið með jafn fá stig eftir fimm leiki frá tímabilinu 2006-07 þegar Stuart Pearce var stjóri liðsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Gabriel Martinelli tryggði Skyttunum stig þegar hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma í leiknum á Emirates í gær. Erling Haaland kom City yfir eftir níu mínútur og það mark virtist ætla að skila liðinu sigri en Martinelli var á öðru máli og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lið undir stjórn Peps Guardiola hafa verið þekkt fyrir að vera mikið með boltann en því var ekki að skipta í gær. City var nefnilega aðeins 32,8 prósent með boltann á Emirates. Það er það minnsta sem Guardiola-lið hefur verið með boltann á stjóraferli hans en gamla metið var einnig gegn Arsenal. Í mars 2023 var City 36,5 prósent með boltann gegn Arsenal. Eftir leikinn á Emirates sagði Guardiola að sínir menn hefðu verið lúnir eftir annasama viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Guardiola sem notaði fimm manna varnarlínu lengst af seinni hálfleiks. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ City var mest með boltann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eða 61,6 prósent. Í fyrstu fimm leikjum þessa tímabils er City 52,4 prósent með boltann sem var aðeins það áttunda mesta í deildinni. Liverpool er mest með boltann, 63 prósent, en þar á eftir koma Chelsea (61,8 prósent) og Aston Villa (59,6 prósent). Síðastnefnda liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig og hefur ekki verið með jafn fá stig eftir fimm leiki frá tímabilinu 2006-07 þegar Stuart Pearce var stjóri liðsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02
Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17
Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03
Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45