Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2025 11:01 KR-ingar eru í erfiðri stöðu í Bestu deild karla. vísir/diego Sérfræðingar Stúkunnar eiga erfitt með að sjá KR koma sér upp úr fallsæti og finnst líklegt að liðið falli í næstefstu deild í fyrsta sinn síðan 1977. KR tapaði fyrir KA, 4-2, í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Þegar fjórar umferðir eru eftir eru KR-ingar með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Í Stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína, þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hvort eitthvað benti til þess að KR væri á leið upp úr fallsæti. „Nei, alls ekki. Þeir eru bara komnir á þann stað að það er alveg sama þótt hann hefði farið í 5-4-1 í þessum leik á móti KA, það hefði samt alltaf verið erfiður leikur því sjálfstraustið er ekkert. Eins og Albert fór yfir; góður fyrri hálfleikur, vondur seinni hálfleikur. Það er líka búið að vera þannig í allt sumar. Eftir fyrstu 4-5 leikina hafa þeir aldrei náð að tengja saman heilar níutíu mínútur. Það kemur alltaf slæmur kafli og þá fá þeir á sig mark. Þeir eru jafnvel frábærir á köflum en núna er staðan orðin þannig að þetta er orðið verra og verra og verra,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - umræða um stöðu KR „Það þarf svo lítið til, þeir eru svo brothættir, þannig ég sé það ekki gerast að þeir komist upp úr fallsæti. Það gæti endað þannig að þeir fari í úrslitaleik á móti Vestra í lokin og þá er þetta bara spurning um taugar. En eins og þetta lítur út núna eru þeir á mjög slæmum stað og mjög ólíklegt að þeir fari upp úr fallsæti.“ Sér þetta ekki enda vel Sóknarsinnað upplegg Óskars Hrafns hefur verið mikið til umræðu í sumar en Albert benti á að KR hefði náð í síðustu stigin sín í leikjum þar sem liðið var aðeins varfærnara í sinni nálgun. „Þegar maður horfir á hvaðan þessi síðustu stig hafa komið hjá þeim, þessi síðustu sjö stig, er það þegar liðið vék aðeins frá hugmyndafræðinni. Óskar var mjög ósáttur eftir sigurinn á móti Fram en þetta eru þessi sjö stig. Jafntefli á móti Vestra. Það var allt annað KR-lið en við höfum séð í flestöllum leikjum í sumar,“ sagði Albert. „Sigurinn á móti Aftureldingu, ef maður notar tískuorðið þjást, þeir gerðu það síðustu tíu mínúturnar. Og svo þessi þrjú stig á móti Fram. Ef þeir ekki allavega aðeins til baka í það sér maður þetta ekkert enda vel hjá þeim.“ Næsti leikur KR er gegn ÍA á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið þrjá leiki í röð. Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
KR tapaði fyrir KA, 4-2, í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla. Þegar fjórar umferðir eru eftir eru KR-ingar með 24 stig, einu stigi frá öruggu sæti. Í Stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína, þá Baldur Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, hvort eitthvað benti til þess að KR væri á leið upp úr fallsæti. „Nei, alls ekki. Þeir eru bara komnir á þann stað að það er alveg sama þótt hann hefði farið í 5-4-1 í þessum leik á móti KA, það hefði samt alltaf verið erfiður leikur því sjálfstraustið er ekkert. Eins og Albert fór yfir; góður fyrri hálfleikur, vondur seinni hálfleikur. Það er líka búið að vera þannig í allt sumar. Eftir fyrstu 4-5 leikina hafa þeir aldrei náð að tengja saman heilar níutíu mínútur. Það kemur alltaf slæmur kafli og þá fá þeir á sig mark. Þeir eru jafnvel frábærir á köflum en núna er staðan orðin þannig að þetta er orðið verra og verra og verra,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - umræða um stöðu KR „Það þarf svo lítið til, þeir eru svo brothættir, þannig ég sé það ekki gerast að þeir komist upp úr fallsæti. Það gæti endað þannig að þeir fari í úrslitaleik á móti Vestra í lokin og þá er þetta bara spurning um taugar. En eins og þetta lítur út núna eru þeir á mjög slæmum stað og mjög ólíklegt að þeir fari upp úr fallsæti.“ Sér þetta ekki enda vel Sóknarsinnað upplegg Óskars Hrafns hefur verið mikið til umræðu í sumar en Albert benti á að KR hefði náð í síðustu stigin sín í leikjum þar sem liðið var aðeins varfærnara í sinni nálgun. „Þegar maður horfir á hvaðan þessi síðustu stig hafa komið hjá þeim, þessi síðustu sjö stig, er það þegar liðið vék aðeins frá hugmyndafræðinni. Óskar var mjög ósáttur eftir sigurinn á móti Fram en þetta eru þessi sjö stig. Jafntefli á móti Vestra. Það var allt annað KR-lið en við höfum séð í flestöllum leikjum í sumar,“ sagði Albert. „Sigurinn á móti Aftureldingu, ef maður notar tískuorðið þjást, þeir gerðu það síðustu tíu mínúturnar. Og svo þessi þrjú stig á móti Fram. Ef þeir ekki allavega aðeins til baka í það sér maður þetta ekkert enda vel hjá þeim.“ Næsti leikur KR er gegn ÍA á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn hafa unnið þrjá leiki í röð. Umræðuna úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Afdrifarík mistök dómara í stórleik Vals og Breiðabliks í Bestu deild karla í gærkvöld voru til umræðu í Stúkunni strax eftir leik. Menn voru sammála um að vítaspyrnudómurinn í lokin hefði verið réttur en voru furðu lostnir yfir aðdragandanum. 23. september 2025 08:32
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00