Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2025 11:50 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Lýður Seðlabankastjóri segir útlit fyrir að fasteignamarkaðurinn sé á leið í nokkuð jafnvægi. Ekki hefur verið slakað á lántökuskilyrðum en það kunni að verða tekið til skoðunar á árinu. Gjaldeyrisforði bankans sé vel í stakk búinn til að bregðast við ytri aðstæðum. Annað rit fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands á árinu var kynnt í húsakynnum bankans í dag. Þar kom meðal annars fram að staðan hér á landi væri þokkaleg, en að alþjóðleg pólitísk óvissa hefði aukist, sem valdi áhyggjum. Meira en 900 milljarða forði „Við erum á milli tveggja mynta, evrunnar og dollarans, allir atburðir sem gerast öðru hvoru megin hafa áhrif á okkur. Við höfum verið með gjaldeyrisforða, og höfum verið að safna í hann. Við höfum verið að kaupa reglulega gjaldeyri til þess að stækka forðann, til þess að vera viðbúin,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, að lokinni kynningu nefndarinnar. Gjaldeyrisforði bankans nam 917 milljörðum króna í lok ágúst, og hafði þá stækkað um 30 milljarða frá áramótum. Þar að auki sé eiginfjárkröfum á banka haldið háum, auk þess sem reynt sé að takmarka áhættu með erlendum lánum. Stefnir í jafnvægi Á fundinum kom fram að dregið hefði úr hækkun húsnæðisverðs, og spenna á húsnæðismarkaði minnkað. Kemur eitthvað til greina að slaka á einhverjum stjórntækjum? „Það er eitthvað sem fjármálastöðugleikanefnd verður að ræða. Lánþegaskilyrðin, nefndin setur þau. Ég held að nefndina verði bara að taka stöðuna á hverjum tíma.“ Nefndin hafi ekki séð ástæðu til að breyta lánþegaskilyrðum, en hún hittist næst í nóvember eða desember. „Þar gæti verið fjallað um það. Hlutir eins og það að lækka kvaðir á fyrstu kaupendur, sem dæmi.“ Velta á markaði sé þokkaleg og eignum á sölu fari fjölgandi, sem markist meðal annars af innkomu nýbyggðra íbúða. „Einhver kynni að segja að markaðurinn væri að komast í jafnvægi. Ég minni á það líka að verðbólga án húsnæðis er nokkurn veginn á markmiði Seðlabankans, 2,5 prósent. Verðbólga með fasteignamarkaðnum, er yfir markmiði,“ segir Ásgeir. Efnahagsmál Seðlabankinn Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Annað rit fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands á árinu var kynnt í húsakynnum bankans í dag. Þar kom meðal annars fram að staðan hér á landi væri þokkaleg, en að alþjóðleg pólitísk óvissa hefði aukist, sem valdi áhyggjum. Meira en 900 milljarða forði „Við erum á milli tveggja mynta, evrunnar og dollarans, allir atburðir sem gerast öðru hvoru megin hafa áhrif á okkur. Við höfum verið með gjaldeyrisforða, og höfum verið að safna í hann. Við höfum verið að kaupa reglulega gjaldeyri til þess að stækka forðann, til þess að vera viðbúin,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, að lokinni kynningu nefndarinnar. Gjaldeyrisforði bankans nam 917 milljörðum króna í lok ágúst, og hafði þá stækkað um 30 milljarða frá áramótum. Þar að auki sé eiginfjárkröfum á banka haldið háum, auk þess sem reynt sé að takmarka áhættu með erlendum lánum. Stefnir í jafnvægi Á fundinum kom fram að dregið hefði úr hækkun húsnæðisverðs, og spenna á húsnæðismarkaði minnkað. Kemur eitthvað til greina að slaka á einhverjum stjórntækjum? „Það er eitthvað sem fjármálastöðugleikanefnd verður að ræða. Lánþegaskilyrðin, nefndin setur þau. Ég held að nefndina verði bara að taka stöðuna á hverjum tíma.“ Nefndin hafi ekki séð ástæðu til að breyta lánþegaskilyrðum, en hún hittist næst í nóvember eða desember. „Þar gæti verið fjallað um það. Hlutir eins og það að lækka kvaðir á fyrstu kaupendur, sem dæmi.“ Velta á markaði sé þokkaleg og eignum á sölu fari fjölgandi, sem markist meðal annars af innkomu nýbyggðra íbúða. „Einhver kynni að segja að markaðurinn væri að komast í jafnvægi. Ég minni á það líka að verðbólga án húsnæðis er nokkurn veginn á markmiði Seðlabankans, 2,5 prósent. Verðbólga með fasteignamarkaðnum, er yfir markmiði,“ segir Ásgeir.
Efnahagsmál Seðlabankinn Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Umtalsverð óvissa er þó í alþjóðamálum og langtímavextir hafa víða hækkað vegna vaxandi efasemda um sjálfbærni opinberra fjármála. Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða. 24. september 2025 08:32