Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2025 07:40 Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra og Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra voru til svara á blaðamannafundi vegna dularfulls drónaflugs við flugvelli í Danmörku. AP/Emil Helms Þótt enn liggi ekki fyrir hver ber ábyrgð á drónaflugi við nokkra flugvelli í Danmörku á mánudaginn og í gærkvöldi er málið skoðað í samhengi við önnur tilfelli víðar í Evrópu að undanförnu þar sem rússnesk loftför hafa rofið lofthelgi NATO ríkja og netárásir sem hafa verið gerðar á stóra flugvelli. Fjölþáttaógnin sé ekki lengur bara ógn heldur árás. Dönsk stjórnvöld heita því að efla viðbragðsgetu og tækjabúnað viðbragðsaðila og hyggjast skýra löggjöf vegna drónavarna og íhuga hvort virkja eigi 4. grein NATO-sáttmálans. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur og varnarmálaráðherrans Troels Lund Poulsen á blaðamannafundi í morgun en þar voru yfirmaður danska hersins og ríkislögreglustjóri landsins einnig meðal þátttakenda. Fram kom á fundinum að um væri að ræða „fjölþáttaárás“ sem framkvæmd væri af „geranda með getu“ og um hafi verið að ræða „raunverulega aðgerð“. Hins vegar kom fram einnig að ekki væri talið að bein hernaðarleg ógn steðji að landinu. Drónaumferð varð til þess að umferð um flugvöllinn í Álaborg var lokað í gærkvöldi og þá sást til dróna einnig við þrjá aðra flugvelli á Jótlandi í gærkvöldi, þar á meðal sem eru á umráðasvæði hersins. Staðfest tilfelli drónaflugs áttu sér stað við flugvellina í Álaborg, Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup í gærkvöldi og þá olli drónaflug einnig mikilli röskun á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Þótt ekkert hafi verið staðfest ennþá er talið mögulegt að málin tengist með einhverjum hætti, ekki sé um að ræða einhver prakkarastrik eða áhugamannadróna sem almenningur geti keypt í verslun. Allt bendi til þess að um sé að ræða „geranda með getu“ sem hafi það að markmiði að skapa ringulreið, óróa og ótta í samfélaginu, stuðla að óöryggi og jafnvel sundrung í samfélaginu. Þetta kom fram í máli beggja ráðherra og ríkislögreglustjórans á fundinum í morgun. Sjá einnig: Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Ýtrekað var spurt á blaðamannafundinum hvers vegna drónarnir hafi ekki verið skotnir niður og voru svörin á sambærilega leið og í tilfelli drónaflugs í Kaupmannahöfn, það hafi ekki verið talið örugg aðgerð með tilliti til þess viðkvæma svæðis sem drónarnir gætu síðan lent á jörðinni. Þar að auki þurfi alltaf að meta hvaða aðferðum sé hægt að beita til að ná drónum niður úr loftinu. Því hafi sú ákvörðun verið tekin í ljósi aðstæðna að taka drónana ekki niður. Vísir fylgist áfram með framvindu málsins í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki strax hér að neðan er ráð að endurhlaða síðuna.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Hernaður Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent