Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2025 12:01 Halldór Hermann Jónsson hefur alltaf verið mikill hlaupagarpur, líka þegar hann spilaði fótbolta. Halldór Hermann Jónsson lék yfir hundrað leiki í efstu deild í fótbolta á sínum tíma og varð bikarmeistari með Fram. Í dag er hann í hópi fremstu utanvegahlaupara Íslands og keppir á HM á morgun. Tólf íslenskir hlauparar keppa á HM í utanvegahlaupum sem hófst í Canfranc-Pirineos á Spáni í dag. Fimm Íslendingar hlaupa 82 kílómetra á laugardaginn en á morgun leggja sjö íslenskir hlauparar af stað í 45 kílómetra hlaup. Meðal þeirra er Halldór. „Ég er að raka á mig mottu. Ég sæki máttinn í mottuna. Ég ákvað að henda í hana rétt áðan,“ sagði Halldór þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í morgun. „Svo eru menn bara að slaka á og leggja lokahönd á næringarplönin sín. Þetta er biðdagur og við erum að fara yfir búnaðinn.“ „Brutal“ braut Halldór keppir sem fyrr segir í 45 kílómetra hlaupi með 3.600 metra hækkun. „Þetta er í tiltölulega krefjandi aðstæðum, þannig lagað. Þetta eru torfarnar leiðir og erfitt undirlag. Það má líkja þessu við að vera uppi á fjöllum á Íslandi þar sem eru ekki stígar. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Halldór en íslensku keppendurnir hafa reynt að miða undirbúninginn fyrir HM að aðstæðum á Spáni. „Við vorum búnir að skoða leiðirnar, rýna í aðra hlaupara sem hafa hlaupið hérna og séð undirlagið. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir hvernig þetta væri en sumum fannst þetta svolítið meira. Það voru ekki allir alveg búnir að gera sér grein fyrir hvað þetta er „brutal“ braut. Maður fór á ákveðin fjöll og ákveðnar leiðir á Íslandi sem voru lík því sem er hér. Við erum núna í tveimur gráðum upp á fjalli og það verða í mesta lagi tíu gráður þannig að þetta eru svolítið íslenskar aðstæður. Síðustu daga höfum við farið hluta af leiðinni og lent í misjöfnum aðstæðum, í snjó, frosti og lélegu skyggni.“ Brotin stóra tá Halldór segir að gengi sitt undanfarna mánuði hafi verið misjafnt. Meiðsli sem hann varð fyrir sumar hafa sett strik í reikning hans. Halldór á ferðinni.úr einkasafni „Þetta er búið að vera upp og ofan. Mér hefur sjaldan gengið eins vel og um jólin og í janúar, febrúar, mars. Ég var í mjög góðum fíling í byrjun árs en svo braut ég á mér stóru tána í Esjumaraþoninu í júní. Síðan þá hefur gengið verið brösótt,“ sagði Halldór. „Þetta gekk illa að gróa og ég hef bara keyrt á hlaup síðustu 5-6 vikurnar. Fyrir það hafði ég ekki hlaupið í tvo mánuði. Það hefur verið smá basl á mér og tvísýnt hvort ég myndi ná þessu en maður er þrjóskur og er kominn hingað til að keyra á þetta.“ Byrjaði í covid Halldór spilaði í efstu deild í fótbolta á árunum 2008-14, alls 139 leiki, og varð bikarmeistari með Fram 2013. Hann var þekktur fyrir að vera nær algjörlega þindarlaus og afar vinnusamur, eitthvað sem hann býr að í utanvegahlaupunum. „Mér hefur alltaf þótt gaman að vera uppi í fjöllum og gaman að hlaupa. Sem fótboltamaður var ég mikill hlaupari og fílaði að vera í formi. Bróðir minn [Þorbergur Ingi] er einn besti fjallahlaupari landsins og hann dró mig á æfingar í kringum covid. Ég hafði hætt í fótbolta nokkrum árum áður vegna meiðsla og skrokkurinn var alveg búinn. En þetta er svo ótrúlega gaman og ég hef ekki stoppað síðan,“ sagði Halldór. Halldór í leik með Fram gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. „Auðvitað hjálpar það manni að hafa verið fótboltamaður. Eins og aðstæður eru hérna erum við hlaupa mikið niður á við, beygja okkur, taka stefnubreytingar og þurfum að kunna að fóta okkur og þar hjálpar fótboltinn. Það eru margir fyrrverandi fótboltamenn í þessu sporti og eru að gera það gott.“ Fjórðungur landsliðsins frá Neskaupsstað Halldór segir þó tvennt ólíkt að keppa í hópíþrótt eins og fótbolta og einstaklingsíþrótt eins og utanvegahlaupum, jafnvel þótt hann sé hluti af liði eins og á HM. „Við erum einstaklingar að keppa í sama hlaupinu en erum hérna úti sem lið. Þetta er góður félagsskapur og liðsandi og það eru líkindi með því að vera í boltanum og fara í keppnisferðir,“ sagði Halldór en þeir Þorbergur eru frá Neskaupsstað, líkt og Elísa Kristinsdóttir sem keppir í 82 kílómetra hlaupi. Fjórðungur íslenska landsliðsins eru því Norðfirðingar. Vill vera ánægður með sig í lok hlaups Eftir mótlæti síðustu mánaða ætlar Halldór að njóta þess að vera kominn á stóra sviðið. „Markmið breytast fljótt. Markmiðið var fyrst að komast hingað og finnast ég vera keppnishæfur. Það var markmið númer eitt. Núna þegar ég er kominn hingað er markmiðið að njóta þess að keppa fyrir Íslands hönd í þessari braut, fá að vera með og gefa allt í þetta,“ sagði Halldór. Aðstæður á Spáni, þar sem HM í utanvegahlaupum fer fram, eru krefjandi. „Ég er ekki að stefna á nein sæti. Ég frétti að ég væri talinn vera í 106. sæti á styrkleikalista. Hér eru atvinnumenn og ég geri mér ekki væntingar um eitthvað flott sæti. Ég ætla frekar að reyna að framkvæma hlaupið mitt eins vel og ég get og njóta sársaukans sem kemur á morgun og vera ánægður með mig í lok hlaups.“ Þetta er í þriðja sinn sem Halldór keppir á HM en hann hefur auk þess einu sinni keppt á EM. „Ég hljóp mig inn í þetta landslið fljótlega eftir að ég byrjaði og hef haldist þar, þrátt fyrir allt. Þetta er í fjórða sinn sem ég tek þátt fyrir Íslands hönd,“ sagði Halldór sem lék aldrei fyrir fótboltalandslið Íslands en náði að upplifa það að keppa fyrir land og þjóð í annarri íþróttagrein. Hlaup Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Tólf íslenskir hlauparar keppa á HM í utanvegahlaupum sem hófst í Canfranc-Pirineos á Spáni í dag. Fimm Íslendingar hlaupa 82 kílómetra á laugardaginn en á morgun leggja sjö íslenskir hlauparar af stað í 45 kílómetra hlaup. Meðal þeirra er Halldór. „Ég er að raka á mig mottu. Ég sæki máttinn í mottuna. Ég ákvað að henda í hana rétt áðan,“ sagði Halldór þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í morgun. „Svo eru menn bara að slaka á og leggja lokahönd á næringarplönin sín. Þetta er biðdagur og við erum að fara yfir búnaðinn.“ „Brutal“ braut Halldór keppir sem fyrr segir í 45 kílómetra hlaupi með 3.600 metra hækkun. „Þetta er í tiltölulega krefjandi aðstæðum, þannig lagað. Þetta eru torfarnar leiðir og erfitt undirlag. Það má líkja þessu við að vera uppi á fjöllum á Íslandi þar sem eru ekki stígar. Þetta er mjög spennandi,“ sagði Halldór en íslensku keppendurnir hafa reynt að miða undirbúninginn fyrir HM að aðstæðum á Spáni. „Við vorum búnir að skoða leiðirnar, rýna í aðra hlaupara sem hafa hlaupið hérna og séð undirlagið. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir hvernig þetta væri en sumum fannst þetta svolítið meira. Það voru ekki allir alveg búnir að gera sér grein fyrir hvað þetta er „brutal“ braut. Maður fór á ákveðin fjöll og ákveðnar leiðir á Íslandi sem voru lík því sem er hér. Við erum núna í tveimur gráðum upp á fjalli og það verða í mesta lagi tíu gráður þannig að þetta eru svolítið íslenskar aðstæður. Síðustu daga höfum við farið hluta af leiðinni og lent í misjöfnum aðstæðum, í snjó, frosti og lélegu skyggni.“ Brotin stóra tá Halldór segir að gengi sitt undanfarna mánuði hafi verið misjafnt. Meiðsli sem hann varð fyrir sumar hafa sett strik í reikning hans. Halldór á ferðinni.úr einkasafni „Þetta er búið að vera upp og ofan. Mér hefur sjaldan gengið eins vel og um jólin og í janúar, febrúar, mars. Ég var í mjög góðum fíling í byrjun árs en svo braut ég á mér stóru tána í Esjumaraþoninu í júní. Síðan þá hefur gengið verið brösótt,“ sagði Halldór. „Þetta gekk illa að gróa og ég hef bara keyrt á hlaup síðustu 5-6 vikurnar. Fyrir það hafði ég ekki hlaupið í tvo mánuði. Það hefur verið smá basl á mér og tvísýnt hvort ég myndi ná þessu en maður er þrjóskur og er kominn hingað til að keyra á þetta.“ Byrjaði í covid Halldór spilaði í efstu deild í fótbolta á árunum 2008-14, alls 139 leiki, og varð bikarmeistari með Fram 2013. Hann var þekktur fyrir að vera nær algjörlega þindarlaus og afar vinnusamur, eitthvað sem hann býr að í utanvegahlaupunum. „Mér hefur alltaf þótt gaman að vera uppi í fjöllum og gaman að hlaupa. Sem fótboltamaður var ég mikill hlaupari og fílaði að vera í formi. Bróðir minn [Þorbergur Ingi] er einn besti fjallahlaupari landsins og hann dró mig á æfingar í kringum covid. Ég hafði hætt í fótbolta nokkrum árum áður vegna meiðsla og skrokkurinn var alveg búinn. En þetta er svo ótrúlega gaman og ég hef ekki stoppað síðan,“ sagði Halldór. Halldór í leik með Fram gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli. „Auðvitað hjálpar það manni að hafa verið fótboltamaður. Eins og aðstæður eru hérna erum við hlaupa mikið niður á við, beygja okkur, taka stefnubreytingar og þurfum að kunna að fóta okkur og þar hjálpar fótboltinn. Það eru margir fyrrverandi fótboltamenn í þessu sporti og eru að gera það gott.“ Fjórðungur landsliðsins frá Neskaupsstað Halldór segir þó tvennt ólíkt að keppa í hópíþrótt eins og fótbolta og einstaklingsíþrótt eins og utanvegahlaupum, jafnvel þótt hann sé hluti af liði eins og á HM. „Við erum einstaklingar að keppa í sama hlaupinu en erum hérna úti sem lið. Þetta er góður félagsskapur og liðsandi og það eru líkindi með því að vera í boltanum og fara í keppnisferðir,“ sagði Halldór en þeir Þorbergur eru frá Neskaupsstað, líkt og Elísa Kristinsdóttir sem keppir í 82 kílómetra hlaupi. Fjórðungur íslenska landsliðsins eru því Norðfirðingar. Vill vera ánægður með sig í lok hlaups Eftir mótlæti síðustu mánaða ætlar Halldór að njóta þess að vera kominn á stóra sviðið. „Markmið breytast fljótt. Markmiðið var fyrst að komast hingað og finnast ég vera keppnishæfur. Það var markmið númer eitt. Núna þegar ég er kominn hingað er markmiðið að njóta þess að keppa fyrir Íslands hönd í þessari braut, fá að vera með og gefa allt í þetta,“ sagði Halldór. Aðstæður á Spáni, þar sem HM í utanvegahlaupum fer fram, eru krefjandi. „Ég er ekki að stefna á nein sæti. Ég frétti að ég væri talinn vera í 106. sæti á styrkleikalista. Hér eru atvinnumenn og ég geri mér ekki væntingar um eitthvað flott sæti. Ég ætla frekar að reyna að framkvæma hlaupið mitt eins vel og ég get og njóta sársaukans sem kemur á morgun og vera ánægður með mig í lok hlaups.“ Þetta er í þriðja sinn sem Halldór keppir á HM en hann hefur auk þess einu sinni keppt á EM. „Ég hljóp mig inn í þetta landslið fljótlega eftir að ég byrjaði og hef haldist þar, þrátt fyrir allt. Þetta er í fjórða sinn sem ég tek þátt fyrir Íslands hönd,“ sagði Halldór sem lék aldrei fyrir fótboltalandslið Íslands en náði að upplifa það að keppa fyrir land og þjóð í annarri íþróttagrein.
Hlaup Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira