Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:38 Björn Rúnar segir tilfærslu Blóðbankans í Borgarkringluna mikið framfaraskref. Aðgengi að bankanum á Snorrabraut hafi verið orðið slæmt. Vísir/Lýður Blóðbankinn í Reykjavík hefur flutt starfsemi sína af Snorrabraut í Kringluna. Framkvæmdastjóri starfseminnar vonar að með þessu leggi fleiri leið sína í bankann og markmið um tvö þúsund nýja blóðgjafa á ári náist. Blóðsöfnunarhluti blóðbankans, sá hluti sem almenningur mætir í til þess að gefa blóð, hefur verið fluttur á fimmtu hæð Borgarkringlunnar og hófst blóðsöfnun þar á mánudag. Formleg opnunarathöfn fór fram fyrir hádegi í dag. „Þetta er náttúrulega svakalega mikilvægt framfaraskref fyrir okkur varðandi blóðbankaþjónustu. Stórt skref fram á við og mikilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítalanum. Rannsóknarhluti Blóðbankans verður áfram staðsettur á Snorrabraut 60 en orðið var flókið að taka á móti blóðgjöfum. „Með vaxandi byggingarmagni og þrengslum, sem því fylgdi, þá var þetta orðið þannig að það var ekki hægt að bjóða upp á nægilega gott aðgengi. Svo höfum við verið í húsnæðisvanda.“ Fyrirmynd að flutningnum er frá Akureyri, þar sem blóðbankinn var færður af sjúkrahúsinu og yfir á Glerártorg fyrir nokkrum árum. „Ég hef fulla bjartsýni um að þetta muni skila góðu. Við þurfum að bæta í hópinn okkar. Við erum að stefna að því að vera með um það bil tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Við eigum svolítið í land, við erum með svona 1500 til 1700 á hverju ári. Þannig að við hvetjum fólk til að gerast blóðgjafar,“ segir Björn Rúnar. Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Blóðsöfnunarhluti blóðbankans, sá hluti sem almenningur mætir í til þess að gefa blóð, hefur verið fluttur á fimmtu hæð Borgarkringlunnar og hófst blóðsöfnun þar á mánudag. Formleg opnunarathöfn fór fram fyrir hádegi í dag. „Þetta er náttúrulega svakalega mikilvægt framfaraskref fyrir okkur varðandi blóðbankaþjónustu. Stórt skref fram á við og mikilvægt í þessum lið okkar að bæta þjónustuna og sérstaklega fyrir þennan gríðarlega mikilvæga hóp sem blóðgjafarnir okkar eru,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítalanum. Rannsóknarhluti Blóðbankans verður áfram staðsettur á Snorrabraut 60 en orðið var flókið að taka á móti blóðgjöfum. „Með vaxandi byggingarmagni og þrengslum, sem því fylgdi, þá var þetta orðið þannig að það var ekki hægt að bjóða upp á nægilega gott aðgengi. Svo höfum við verið í húsnæðisvanda.“ Fyrirmynd að flutningnum er frá Akureyri, þar sem blóðbankinn var færður af sjúkrahúsinu og yfir á Glerártorg fyrir nokkrum árum. „Ég hef fulla bjartsýni um að þetta muni skila góðu. Við þurfum að bæta í hópinn okkar. Við erum að stefna að því að vera með um það bil tvö þúsund nýja blóðgjafa á hverju ári. Við eigum svolítið í land, við erum með svona 1500 til 1700 á hverju ári. Þannig að við hvetjum fólk til að gerast blóðgjafar,“ segir Björn Rúnar.
Blóðgjöf Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Kringlan Tengdar fréttir Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Blóðbankinn mun flytjast í Kringluna í haust, en framkvæmdir og skortur á bílastæðum við núverandi húsnæði eru tekin að aftra móttöku blóðgjafa, að sögn yfirlæknis. 6. ágúst 2025 12:05