Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. september 2025 17:59 Donald Trump hefur ekki misst trúna á liði Bandaríkjanna. Mandel Ngan-Pool/Getty Images Donald Trump er mættur á Ryder bikarinn, fyrstur Bandaríkjaforseta, til að styðja lið Bandaríkjanna til sigurs gegn Evrópu. Hann hefur ekki misst trúna þrátt fyrir erfiðan morgun hjá bandaríska liðinu. Trump mætti á svæðið rétt áður en síðdegiskeppnin hófst, ásamt barnabarni sínu Kai Trump sem stefnir á að spila golf fyrir háskólann í Miami. Stemningin var ekkert stórkostleg meðal Bandaríkjamanna því staðan var þá 3-1 fyrir Evrópu eftir fjórar viðureignir í fjórmenningi um morguninn. Xander Schaufelle og Patrick Cantlay björguðu stigi fyrir Bandaríkin í síðustu viðureigninni. „Ég hef á tilfinningunni að hlutirnir muni snúast hérna“ sagði fyrirliði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, þegar hann sá flugherinn fljúga yfir svæðið til að boða komu Trump. Áhorfendaskarinn hresstist líka við að sjá þjóðarleiðtogann og Trump fullvissaði fólk um að Bandaríkin myndu vinna mótið. „Við munum klára þetta, á einn veg eða annan, við munum klára þetta“ sagði Trump við blaðamenn eftir mikilfengnar móttökur. 🚨 HOLY CRAP! Ryder Cup crowd in New York goes CRAZY for President Trump and his granddaughter Kai, breaks out into chants of "USA! USA!"This is what a president who is loved by his fellow countrymen looks like. The energy is UNMATCHED. 🇺🇸 pic.twitter.com/WrM0TTb0KR— Eric Daugherty (@EricLDaugh) September 26, 2025 Forsetinn leiddi síðan Bryson DeChambeau og Ben Griffin, kylfinga Bandaríkjanna út í síðdegiskeppnina, sem er tiltölulega nýhafin og er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. President Donald Trump walks Bryson DeChambeau and Ben Griffin to the first tee of the Ryder Cup pic.twitter.com/WjqBxG4Ctq— Jomboy Media (@JomboyMedia) September 26, 2025 Trump er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem mætir á Ryder bikarinn. Varaforsetinn Dan Quayle mætti á keppnina sem var kölluð „stríðið við ströndina“ árið 1991, en lét lítið fyrir sér fara og vildi ekki draga að sér athygli. Þáverandi forseti, George H.W. Bush var mikill golfáhugamaður en horfði á keppnina í Hvíta húsinu og mætti ekki sjálfur fyrr en eftir að forsetatíðinni lauk. Þá hafa Bill Clinton og Barack Obama boðið sigurliðum Bandaríkjanna í heimsókn í Hvíta húsið, líkt og Donald Trump mun líklega gera ef liðinu tekst að snúa taflinu við. Ryder bikarinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. Ryder-bikarinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Trump mætti á svæðið rétt áður en síðdegiskeppnin hófst, ásamt barnabarni sínu Kai Trump sem stefnir á að spila golf fyrir háskólann í Miami. Stemningin var ekkert stórkostleg meðal Bandaríkjamanna því staðan var þá 3-1 fyrir Evrópu eftir fjórar viðureignir í fjórmenningi um morguninn. Xander Schaufelle og Patrick Cantlay björguðu stigi fyrir Bandaríkin í síðustu viðureigninni. „Ég hef á tilfinningunni að hlutirnir muni snúast hérna“ sagði fyrirliði Bandaríkjanna, Keegan Bradley, þegar hann sá flugherinn fljúga yfir svæðið til að boða komu Trump. Áhorfendaskarinn hresstist líka við að sjá þjóðarleiðtogann og Trump fullvissaði fólk um að Bandaríkin myndu vinna mótið. „Við munum klára þetta, á einn veg eða annan, við munum klára þetta“ sagði Trump við blaðamenn eftir mikilfengnar móttökur. 🚨 HOLY CRAP! Ryder Cup crowd in New York goes CRAZY for President Trump and his granddaughter Kai, breaks out into chants of "USA! USA!"This is what a president who is loved by his fellow countrymen looks like. The energy is UNMATCHED. 🇺🇸 pic.twitter.com/WrM0TTb0KR— Eric Daugherty (@EricLDaugh) September 26, 2025 Forsetinn leiddi síðan Bryson DeChambeau og Ben Griffin, kylfinga Bandaríkjanna út í síðdegiskeppnina, sem er tiltölulega nýhafin og er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. President Donald Trump walks Bryson DeChambeau and Ben Griffin to the first tee of the Ryder Cup pic.twitter.com/WjqBxG4Ctq— Jomboy Media (@JomboyMedia) September 26, 2025 Trump er fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem mætir á Ryder bikarinn. Varaforsetinn Dan Quayle mætti á keppnina sem var kölluð „stríðið við ströndina“ árið 1991, en lét lítið fyrir sér fara og vildi ekki draga að sér athygli. Þáverandi forseti, George H.W. Bush var mikill golfáhugamaður en horfði á keppnina í Hvíta húsinu og mætti ekki sjálfur fyrr en eftir að forsetatíðinni lauk. Þá hafa Bill Clinton og Barack Obama boðið sigurliðum Bandaríkjanna í heimsókn í Hvíta húsið, líkt og Donald Trump mun líklega gera ef liðinu tekst að snúa taflinu við. Ryder bikarinn er í beinni útsendingu á Sýn Sport 4.
Ryder-bikarinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira