„Það verður boðið fram í nafni VG“ Agnar Már Másson skrifar 27. september 2025 23:24 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík. „Það verður boðið fram í nafni VG,“ sagði Svandís í hlaðvarpinu Á öðrum bjór, „hvernig sem það síðan verður hvort sem það verður síðan í samstarfi við að aðra, eða óháðir.“ Fram hefur komið í máli Svandísar að hún sé opin fyrir samstarfi við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna en í því samhengi hefur hún nefnt Kópavog, Árborg og Ísafjörð. Hún viðurkennir í hlaðvarpinu þó að VG, Sósíalistaflokkurinn og Píratar séu afar líkir hvað hugmyndafræði varðar en flókið væri fyrir VG að reyna að para sig saman við Pírata enda skilgreina þeir sig ekki sem vinstri flokk. Svandís, sem var ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sat sjálf í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009. Þegar Svandís er spurð hvort hún hyggist prófa það aftur svarar hún hiklaust neitandi. „Þessi kafli er bara búinn. Ég hef alveg fjölþætta og mikla reynslu og hef unun af því að miðla henni til fólks en það verður að vera einhver framvinda í pólitík,“ segir hún. „Við þurfum kynslóðaskipti og við þurfum breytingar og við þurfum nýtt fólk og ný andlit.“ Líf Magneudóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna í borginni, hefur sagst stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Í hlaðvarpinu ræddi Svandís einnig bága stöðu flokksins, sem féll af þingi í kosningum 2024 auk þess sem hann náði ekki 2,5 prósenta viðmiðinu til þess að fá styrk frá ríkinu sem stjórnmálasamtök. „Nei, nei,“ svaraði Svandís spurð hvort flokkurinn bæri sig enn vel þrátt fyrir að fá ekki lengur framlög frá ríkinu. „Við beryum okkur ekkert sérstaklega vel, það er auðvitað hundleiðinlegt að fá ekki peninga og við finnum rosalega mikið fyrir því.“ Hreyfingin hafi þurft að hagræða mikið. Aðalfundur VG í Reykjavík var einmitt haldinn í dag og ný stjórn kjörin, segir í tilkynningu frá flokknum. Gísli Garðarsson var þar kjörinn formaður VG í Reykjavík. Þá voru kjörin sem stjórnarmenn Steinunn Rögnvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Á aðalfundi síðasta árs hafði Auður Alfífa Ketilsdóttir verið kjörin í stjórn til tveggja ára. Loks voru kjörin sem varamenn Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Það verður boðið fram í nafni VG,“ sagði Svandís í hlaðvarpinu Á öðrum bjór, „hvernig sem það síðan verður hvort sem það verður síðan í samstarfi við að aðra, eða óháðir.“ Fram hefur komið í máli Svandísar að hún sé opin fyrir samstarfi við aðra flokka á vinstri væng stjórnmálanna en í því samhengi hefur hún nefnt Kópavog, Árborg og Ísafjörð. Hún viðurkennir í hlaðvarpinu þó að VG, Sósíalistaflokkurinn og Píratar séu afar líkir hvað hugmyndafræði varðar en flókið væri fyrir VG að reyna að para sig saman við Pírata enda skilgreina þeir sig ekki sem vinstri flokk. Svandís, sem var ráðherra í síðustu ríkisstjórn, sat sjálf í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006 til 2009. Þegar Svandís er spurð hvort hún hyggist prófa það aftur svarar hún hiklaust neitandi. „Þessi kafli er bara búinn. Ég hef alveg fjölþætta og mikla reynslu og hef unun af því að miðla henni til fólks en það verður að vera einhver framvinda í pólitík,“ segir hún. „Við þurfum kynslóðaskipti og við þurfum breytingar og við þurfum nýtt fólk og ný andlit.“ Líf Magneudóttir, núverandi oddviti Vinstri grænna í borginni, hefur sagst stefna á framboð fyrir flokkinn í vor. Í hlaðvarpinu ræddi Svandís einnig bága stöðu flokksins, sem féll af þingi í kosningum 2024 auk þess sem hann náði ekki 2,5 prósenta viðmiðinu til þess að fá styrk frá ríkinu sem stjórnmálasamtök. „Nei, nei,“ svaraði Svandís spurð hvort flokkurinn bæri sig enn vel þrátt fyrir að fá ekki lengur framlög frá ríkinu. „Við beryum okkur ekkert sérstaklega vel, það er auðvitað hundleiðinlegt að fá ekki peninga og við finnum rosalega mikið fyrir því.“ Hreyfingin hafi þurft að hagræða mikið. Aðalfundur VG í Reykjavík var einmitt haldinn í dag og ný stjórn kjörin, segir í tilkynningu frá flokknum. Gísli Garðarsson var þar kjörinn formaður VG í Reykjavík. Þá voru kjörin sem stjórnarmenn Steinunn Rögnvaldsdóttir, Illugi Gunnarsson, Silja Snædal Drífudóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm og Bjarki Hjörleifsson. Á aðalfundi síðasta árs hafði Auður Alfífa Ketilsdóttir verið kjörin í stjórn til tveggja ára. Loks voru kjörin sem varamenn Elín Oddný Sigurðardóttir og Daníel E. Arnarsson.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira