Fótbolti

Ekki búið að ræða við mögu­lega eftir­menn Amorim

Siggeir Ævarsson skrifar
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Ruben Amorim síðan hann tók við Manchester United
Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Ruben Amorim síðan hann tók við Manchester United Vísir/Getty

Mikið hefur verið rætt um framtíð Ruben Amorim í starfi hjá Manchester United en liðið hefur tapað þremur af fyrstu sex leikjum sínum í deildinni og féll úr leik í deildarbikarnum gegn D-deildarliði Grimsby.

Liðið tapaði illa gegn Brentford um helgina og hafa margir sérfræðingar velt því fyrir sér hvernig Amorim sé ennþá með vinnu hjá United.

Þær sögusagnir hafa farið á kreik að forráðamenn United séu þegar búnir að ræða við mögulega eftirmenn Amorim, meðal annars Garreth Southgate. Samkvæmt heimildum Sky Sports eru þær sögusagnir þó úr lausu lofti gripnar og Amorim sé enn með fullan stuðning forráðamanna félagsins.

Næsti leikur United er gegn nýliðum Sunderland næstu helgi. Eftir það tekur við landsleikjahlé sem væri líka gluggi fyrir United til að losa sig við Amorim. Samningur hans við liðið er á þá leið að verði honum sagt upp störfum innan árs frá ráðningu þarf United að greiða honum 12 milljónir punda í starfslokagreislu. 

United greiddi 9,2 milljónir til Sporting til að losa Amorim undan samningi og verður því að teljast ansi líklegt að starfið hans sé öruggt í nokkra daga enn í það minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×