Hefur enga trú lengur á Amorim Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2025 09:31 Það gengur hvorki né rekur hjá Ruben Amorim og kallað er eftir brottrekstri hans, innan við ári eftir að hann tók við Manchester United. Getty/Justin Setterfield Wayne Rooney talaði hreint út um það hvað honum þætti allt vera í miklum apaskít hjá Manchester United, eftir 3-1 tapið gegn Brentford á laugardag, og kvaðst vonast til þess að það hefði ekki áhrif á syni hans tvo sem eru í akademíu enska knattspyrnufélagsins. Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Rooney lét móðan mása um stöðuna hjá United í hlaðvarpsþætti sínum hjá BBC og sagði allt vera að molna niður hjá sínu gamla félagi. Hann væri nú farinn að búast við tapi þegar hann mætti á leiki. Hann sagði suma leikmenn liðsins ekki verðskulda að klæðast United-treyjunni og að liðið þyrfti nýja vél. „Ég sé ekki neitt sem gefur mér einhverja trú. Það þurfa að verða stórar breytingar að mínu mati,“ sagði Rooney sem varð fimm sinnum Englandsmeistari á 13 árum með United. „Stjórar, leikmenn, hvað sem er. Breytingar til þess að við fáum aftur Manchester United,“ sagði Rooney. United hefur aðeins fengið 34 stig úr 33 deildarleikjum undir stjórn Rúben Amorim og hann hefur aldrei náð tveimur sigurleikjum í röð. Liðið er nú í 14. sæti úrvalsdeildarinnar og því á sömu slóðum og á síðasta tímabili en samt virðast eigendurnir ekki ætla að skipta Portúgalanum út. Hann tók við liðinu í nóvember í fyrra. „Það þurfa að koma skýr skilaboð frá eigendunum. Hvort sem það er Glazer-fjölskyldan eða Sir Jim Ratcliffe, þá þarf skilaboð um hvert félagið stefnir. Núna sitjum við öll og bíðum bara eftir að allt hrynji. Kúltúrinn í félaginu er farinn. Ég sé það dags daglega. Ég sé starfsfólk missa vinnuna og fólk hætta í starfi. Ég er með tvo stráka í félaginu og ég vona að þetta hafi ekki áhrif á það sem þeir eru að gera. Það sem ég er að sjá hérna er ekki Manchester United,“ sagði Rooney. „Ég veit bara ekki hvað gengur á. Ég hef sjálfur reynt fyrir mér í þjálfun og það gekk ekkert of vel. Ég skil þetta. Ruben Amorim er á mínum aldri, hann er enn ungur stjóri og ég er viss um að hann á bjarta framtíð, en það sem er í gangi hjá Man Utd er ekki Man Utd. Ég vona auðvitað að hann geti snúið þessu við. En ef ég ætti að svara því hvort ég hafi trú á að honum takist það, eftir allt sem ég hef sé, þá hef ég ekki trú á því,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira