Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2025 07:00 Úr leik Newcastle United og Arsenal. Lee Parker/Getty Images Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum. Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum.
Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira