Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2025 07:00 Úr leik Newcastle United og Arsenal. Lee Parker/Getty Images Eins og flest vita þá fer tískan í hringi, það á bæði við um þegar kemur að fatnaði og útliti en einnig þegar kemur að því hvað er heitt hverju sinni í heimi íþrótta. Innan fótboltaheimsins eru föst leikatriði heldur betur komin í tísku á nýjan leik. Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum. Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira
Á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hafa 28,4 prósent markanna komið eftir föst leikatriði. Þá hafa 3,2 prósent marka komið eftir löng innköst. Vissulega er leiktíðin nýfarin af stað en það gefur augaleið að föst leikatriði eru það heitasta í bransanum um þessar mundir. Á vef BBC, breska ríkisútvarpsins, má finna langa grein sem þylur upp hina ýmsu tölfræði varðandi föst leikatriði. Kveikjan að greininni er sú staðreynd að öll þrjú mörkin í viðureign Newcastle United og Arsenal komu eftir föst leikatriði. Sean McVay, þjálfari Los Angeles Rams í NFL-deildinni, er góðvinur Mikel Arteta, þjálfara Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður hvað íþróttirnar ættu sameiginlegt sagði McVay að NFL væri „eins og heill leikur af föstum leikatriðum.“ Hefur stýrt Rams frá 2017.Harry How/Getty Images Segja má að Arteta, og Arsenal, séu í fararbroddi þegar kemur að nýjungum í föstum leikatriðum. Allt í einu var Arsenal - liðið sem þoldi ekki föst leikatriði Stoke City og vildi allt til að boltinn fengi að flæða um völlinn – orðið helsti talsmaður fastra leikatriða. Hvað eru liðin að gera? Það er ljóst að NFL hefur haft áhrif á hvernig þjálfarar ensku úrvalsdeildarinnar hugsa föst leikatriði í dag. Taka skal fram að sjaldnast eru það aðalþjálfararnir sem stilla upp í föst leikatriði heldur er sérstakur þjálfari fenginn í það verkefni. Hjá stærstu liðunum geta þeir verið tveir, einn sér um vörnina og hinn sóknina. Pope í leiknum gegn Arsenal.EPA/GARY OAKLEY Í þá gömlu góðu þegar föst leikatriði voru í hávegum höfð snerist það aðallega um að senda boltann hnitmiðað inn í ákveðið svæði þar sem besti skallamaður þess liðs átti að sjá um rest. Nú eru leikmenn hins vegar að hlaupa fyrir fram ákveðnar leiðir eins og þekkist í NFL. Þá eru settar upp hindranir svo réttur maður komist óáreittur að boltanum. Sem dæmi má benda á sigurmark Arsenal gegn Newcastle þar sem markvörðurinn Nick Pope komst hvorki lönd né strönd vegna hindrunar sem sett var á veg hans. Reikna má með að fleiri slík mörk líti dagsins ljós á komandi mánuðum.
Fótbolti Enski boltinn NFL Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti „Ég missti hárið“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sjá meira