Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 22:30 Sigurður Kári Kristjánsson og Bogi Nils Bogason eru eins og svo margir Íslendingar með lið í Fantasy-deild enska boltans. Samsett/Vísir Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira