Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Agnar Már Másson skrifar 1. október 2025 18:05 Mynd úr safni. Franski sjóherinn hefur farið um borð í olíuskip og grunar að þaðan hafi drónarnir komið sem hafa hrellt Dani síðustu vikur. Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni. Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Franska dagblaðið Le Monde segir að skipið heiti Boracay eða Pushpa en það hafi gengið undir fjölda heita á síðustu árum. Báturinn sé meðal fjögurra skipa sem voru nálægt Danmörku um það leyti sem drónar sáust á himni yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn 22. september og svo aftur í Álaborg 24. september. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu hafa hingað til þvertekið fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Skuggaflotinn svokallaði er nýttur af Rússum til sniðgöngu á efnahagsþvingunaraðgerðum Evrópusambandsins og samstarfsríkja. Skipið var skammt frá Kastrúp þann 22. september og sigldi vestur af Sjálandi þann 24. september en Álaborg er á Norður-Sjálandi.Grafík/Hjalti Gátu ekki gert grein fyrir upprunalandi Stephane Kellenberger, saksóknari í Brest í vesturhluta Frakklands, sagði að rannsókn stæði yfir eftir að áhöfnin hafi ekki ekki getað gert grein fyrir upprunalandi skipsins og hafi neitað vinna í samvinnu við yfirvöld. Skipið siglir undir fána Benín. Olíuskipið var á leið frá Primosk, nálægt Sankti Pétursborg, til Vadinnar á Indlandi með allt að 750 þúsund tunnur af olíu. Franski herinn stöðvaði skipið í dag og breytti stefnu þess að Saint-Nazaire í Vestur-Frakklandi. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir talsmönnum Kremlar að þeir hafi engar upplýsingar um skipið eða málið sjálft. Samkvæmt VesselTracker yfirgaf skipið Indland snemma í ágúst og hélt sig við strendur Rússlands fram að 18. september, þegar það hélt aftur til Indlands. Á réttum stað á réttum tíma Skipið var einmitt milli Kastrúps og Borgundarhólms þegar fyrra drónaatvikið átti sér stað 22. september, þegar drónar flugu yfir Kastrúp. Þegar seinna atvikið átti sér stað í Álaborg um norður Jótlandi var skipið við siglingu við vesturströnd. Drónarnir yfir Danmörku komu á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Le Monde hefur eftir Emmanuel Macron Frakklandsforseta að áhöfn skipsins hafi brotið alvarlega af sér en kvaðst þó „afar varkár“ um að tengja skipið við drónabröltið í Danmörku. Macron er einmitt á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn, þar sem drónar hafa nú verið bannaðir tímabundið. Þjóðaröryggisráð Íslands kemur saman á föstudag vegna drónaumferðarinnar, bæði á Íslandi og í nágrannalöndum. Forsætisráðherra segir grannt fylgst með, en mikilvægt sé að halda ró sinni.
Rússland Drónaumferð á dönskum flugvöllum Danmörk Frakkland Hafið Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira