Handbolti

Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Haukur Þrastarson kom að átján mörkum.
Haukur Þrastarson kom að átján mörkum.

Haukur Þrastarsson skoraði sjö mörk og gaf ellefu stoðsendingar en það dugði Rhein-Neckar Löwen ekki til sigurs gegn Flensburg í þýsku bikarkeppninni í handbolta.

Leiknum lauk 32-38 fyrir Flensburg. Haukur kom því að rúmlega helmingi marka sinna manna en hann hefur verið sjóðheitur síðan hann skipti til Þýskalands í sumar.

RN Löwen er því úr leik en Flensburg heldur áfram í sextán liða úrslit, líkt og nokkur Íslendingalið sem spiluðu einnig í kvöld.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk og Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í 21-32 sigri á útivelli gegn Huttenberg.

Blær Hinriksson skoraði þrjú mörk fyrir Leipzig í 26-28 sigri á útivelli gegn Göppingen. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað fyrir Göppingen.

Hákon Daði Styrmisson skoraði tvö mörk fyrir Eintracht Hagen í 25-36 tapi gegn úrvalsdeildarliðinu Lemgo.

Einar Ólafsson komst ekki á blað fyrir HSV þrátt fyrir að leikurinn gegn Elbflorenz hafi farið í framlengingu og vítakastkeppni.

Ágúst Elí stóð í markinu í sigri Aalborg

Ágúst Elí Björgvinsson deildi markmannsstöðunni með Fabian Norsten í 30-39 sigri Aalborg gegn Kolding í sextán liða úrslitum danska bikarsins.

Ágúst Elí varði 5 af 17 skotum sem hann fékk á sig eða um 30 prósent. Kollegi hans varði 4 af 22 skotum eða um 18 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×