Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2025 21:40 Framhluta Boeing 757-þotunnar Eldfells stungið inn í gatið á norðurgafli Flugsafns Íslands á Akureyri á sjöunda tímanum í kvöld. Guðmundur Hilmarsson Furðulegar tilfæringar mátti sjá á Akureyrarflugvelli í dag þegar gat var sagað á flugskýli til að troða þar inn framhluta flugvélar. Í kvöldfréttum Sýnar mátti heyra skýringuna á því hvað hér var á seyði. Söguna má rekja fimm ár aftur í tímann þegar flugvirkjar Icelandair rifu elstu Boeing 757-þotur félagsins til endurvinnslu eftir að þær höfðu lokið hlutverki sínu. Icelandair gaf framhluta einnar þeirra til Flugsafns Íslands á Akureyri enda er þetta sú tegund sem markað hefur hvað dýpst spor í flugsögu Íslendinga; hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi lengur en nokkur önnur flugvél eða í 35 ár. Skrokkhlutinn lá lengi á jörðinni við Flugsafnið en í dag var komið að því að setja hann á sinn framtíðarstað. Búið var að saga gat á norðurgafl Flugsafnsins, nægilega vítt til að stinga flugvélinni inn. Stjórnklefa DC 6-flugvélar hafði mörgum árum áður verið komið fyrir á vesturhlið safnsins. Önnur hlið sexunnar er í litum Flugfélags Íslands en hin í litum Loftleiða en þær skipa einnig stóran sess í flugsögu þjóðarinnar. Framhluti DC 6-flugvélar hefur verið einkennistákn flugsafnsins á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Trjóna 757-þotunnar mun einnig snúa út og voru sjálfboðaliðar Flugsafnsins á sjöunda tímanum í kvöld, laust fyrir fréttir, að snúa framhlutanum við áður en hann yrði festur á gafl safnsins. Sýningargestum verður boðið að ganga inn í flugvélina úr safninu. Þar gefst þeim færi á í framtíðinni að skoða bæði stjórnklefann með öllum stjórntækjum sem og fremsta hluta farþegarýmisins, þann hluta sem búinn var Saga-class sætum. Gatið á flugskýli Flugsafnsins séð innanfrá. Skrokkhlutanum komið fyrir.Guðmundur Hilmarsson Söfn Icelandair Boeing Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar mátti heyra skýringuna á því hvað hér var á seyði. Söguna má rekja fimm ár aftur í tímann þegar flugvirkjar Icelandair rifu elstu Boeing 757-þotur félagsins til endurvinnslu eftir að þær höfðu lokið hlutverki sínu. Icelandair gaf framhluta einnar þeirra til Flugsafns Íslands á Akureyri enda er þetta sú tegund sem markað hefur hvað dýpst spor í flugsögu Íslendinga; hefur þjónað flugfarþegum til og frá Íslandi lengur en nokkur önnur flugvél eða í 35 ár. Skrokkhlutinn lá lengi á jörðinni við Flugsafnið en í dag var komið að því að setja hann á sinn framtíðarstað. Búið var að saga gat á norðurgafl Flugsafnsins, nægilega vítt til að stinga flugvélinni inn. Stjórnklefa DC 6-flugvélar hafði mörgum árum áður verið komið fyrir á vesturhlið safnsins. Önnur hlið sexunnar er í litum Flugfélags Íslands en hin í litum Loftleiða en þær skipa einnig stóran sess í flugsögu þjóðarinnar. Framhluti DC 6-flugvélar hefur verið einkennistákn flugsafnsins á Akureyrarflugvelli.Egill Aðalsteinsson Trjóna 757-þotunnar mun einnig snúa út og voru sjálfboðaliðar Flugsafnsins á sjöunda tímanum í kvöld, laust fyrir fréttir, að snúa framhlutanum við áður en hann yrði festur á gafl safnsins. Sýningargestum verður boðið að ganga inn í flugvélina úr safninu. Þar gefst þeim færi á í framtíðinni að skoða bæði stjórnklefann með öllum stjórntækjum sem og fremsta hluta farþegarýmisins, þann hluta sem búinn var Saga-class sætum. Gatið á flugskýli Flugsafnsins séð innanfrá. Skrokkhlutanum komið fyrir.Guðmundur Hilmarsson
Söfn Icelandair Boeing Akureyrarflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44 Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07 Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27. apríl 2025 22:22
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. 25. mars 2025 22:44
Fyrstu 757-þotu Íslendinga lagt eftir 33 ára þjónustu Fyrstu Boeing 757-þotunni sem Íslendingar eignuðust, TF-FIH, hefur núna verið lagt, eftir 33 ára þjónustu hjá Icelandair. Engin flugvélartegund hefur þjónað íslenskum flugfarþegum jafn lengi og þessi. 4. apríl 2024 21:07
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. 27. janúar 2021 10:50