„Þá er erfitt að spila hér“ Kári Mímisson skrifar 2. október 2025 22:22 Kann að fara með knöttinn. Vísir/Diego Þórir Þorbjarnarson, fyrirliði KR, var sáttur með dramatískan sigur liðsins í kvöld gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar. KR-ingar voru í veseni langt inn í seinni hálfleikinn en unnu sig til baka í leikinn og tókst að sigra Stjörnuna 102-98 eftir framlengdan leik. „Við erum aðallega ánægðir með sigurinn og að ná að sigra hér í kvöld. Við erum búnir að bíða lengi eftir að fá að spila, síðan í mars, þannig að mögulega var smá ryð í okkur. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð að koma til baka eftir slæman annan leikhluta og tekist að sigla þessu heim,“ sagði afar glaður Þórir strax að leik loknum. Þórir Guðmundur á fleygiferð.Vísir/Diego Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn í lok annars leikhluta og náði að bæta í forystuna í þriðja leikhluta. Liði KR gekk afar illa á þessum tímapunkti og átti fá svör við Orra Gunnarssyni og Giannis Agravanis. Giannas þurfti að fara af velli lítillega meiddur sem KR nýtti sér en það voru ansi mörg skakkaföll hjá Stjörnunni í kvöld. „Við þurftum bara að halda áfram á þessum tímapunkti. Þetta var mjög mikið fram og til baka í fyrri hálfleik og svo var markmiðið í seinni hálfleiknum bara að ná þeim sem og við gerðum. Ég veit ekki hvað það eru margir sem fengu fimm villur í þessum leik en þetta var auðvitað hörku barátta og smá skrítinn leikur því það vantaði vissulega marga hjá þeim. Ég er virkilega ánægður með mætinguna hér í kvöld og þessa svakalegu stemminguna hér í höllinni.“ Það var vel mætt.Vísir/Diego Þórir náði sér í fimm villur í dag en vissulega eftir fimm auka mínútur. Spurður að því hvernig tilfinningarnar hefðu verði undir lokin svara hann að honum hafi liðið vel og þakkar svo liðsfélögum sínum fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mínútuna. „Mér leið vel í þessari framlengingu. Þegar við vorum komnir í gang og stúkan sömuleiðis farin að láta heyra í sér þá er erfitt að spila hér. Ég klúðraði þessu bara svolítið sjálfur með því að fá þessa fimmtu villu enda er leiðinlegt að sitja og vera ekki inn á. Strákarnir gerðu þetta aftur á móti vel og kláruðu þetta.“ Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
„Við erum aðallega ánægðir með sigurinn og að ná að sigra hér í kvöld. Við erum búnir að bíða lengi eftir að fá að spila, síðan í mars, þannig að mögulega var smá ryð í okkur. Ég er mjög ánægður með að við höfum náð að koma til baka eftir slæman annan leikhluta og tekist að sigla þessu heim,“ sagði afar glaður Þórir strax að leik loknum. Þórir Guðmundur á fleygiferð.Vísir/Diego Stjarnan tók algjörlega yfir leikinn í lok annars leikhluta og náði að bæta í forystuna í þriðja leikhluta. Liði KR gekk afar illa á þessum tímapunkti og átti fá svör við Orra Gunnarssyni og Giannis Agravanis. Giannas þurfti að fara af velli lítillega meiddur sem KR nýtti sér en það voru ansi mörg skakkaföll hjá Stjörnunni í kvöld. „Við þurftum bara að halda áfram á þessum tímapunkti. Þetta var mjög mikið fram og til baka í fyrri hálfleik og svo var markmiðið í seinni hálfleiknum bara að ná þeim sem og við gerðum. Ég veit ekki hvað það eru margir sem fengu fimm villur í þessum leik en þetta var auðvitað hörku barátta og smá skrítinn leikur því það vantaði vissulega marga hjá þeim. Ég er virkilega ánægður með mætinguna hér í kvöld og þessa svakalegu stemminguna hér í höllinni.“ Það var vel mætt.Vísir/Diego Þórir náði sér í fimm villur í dag en vissulega eftir fimm auka mínútur. Spurður að því hvernig tilfinningarnar hefðu verði undir lokin svara hann að honum hafi liðið vel og þakkar svo liðsfélögum sínum fyrir að hafa staðið vaktina síðustu mínútuna. „Mér leið vel í þessari framlengingu. Þegar við vorum komnir í gang og stúkan sömuleiðis farin að láta heyra í sér þá er erfitt að spila hér. Ég klúðraði þessu bara svolítið sjálfur með því að fá þessa fimmtu villu enda er leiðinlegt að sitja og vera ekki inn á. Strákarnir gerðu þetta aftur á móti vel og kláruðu þetta.“
Körfubolti Bónus-deild karla KR Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira