Innlent

Stöðfirðingum enn ráð­lagt að sjóða vatn vegna mengunar

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Stöðvarfirði á Austurlandi þar sem íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt að sjóða neysluvatn undanfarna mánuði.
Frá Stöðvarfirði á Austurlandi þar sem íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt að sjóða neysluvatn undanfarna mánuði. Fjarðabyggð

Heilbrigðiseftirlit Austurlands ráðleggur íbúum á Stöðvarfirði að sjóða vatn eftir að sýni úr vatnsbóli bentu til þess að mengun hefði borist í það í miklu vatnsveðri síðustu daga. Óhætt er sagt að nota vatn ósoðið til annars en neyslu.

Í tilkynningu frá Fjarðabyggð kemur fram að frumniðurstöður eftir sýnatöku bendi til þess að það sé mengað. Áfram verði fylgst með stöðunni og íbúar upplýstir um þróun mála. Þar segir að óhætt sé að nota ósoðið vatn til þess að baða sig þar sem fjölgi gerla sé innan marka fyrir baðvatn í náttúrunni.

Stöðfirðingar hafa ítrekað þurft að sjóða neysluvatn sitt undanfarna mánuði. Bæði kólí og E.coli-gerlar hafa greinst í vatnsbóli bæjarins sem er útsett fyrir mengun þegar mikla rigningu gerir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×